Húsnæðisstofnun ríkisins

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 09:38:38 (2272)

1995-12-21 09:38:38# 120. lþ. 74.2 fundur 215. mál: #A húsnæðisstofnun ríkisins# (lánstími húsbréfa o.fl.) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[09:38]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Framsóknarmenn boðuðu fyrir kosningar skuldbreytingu aldarinnar fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Frv. hæstv. félmrh. þrengir verulega þá aðstoð sem verið hefur við fólk í greiðsluerfiðleikum frá 1993 og það mikið að einungis 20% þeirra sem hafa fengið fyrirgreiðslu frá árinu 1993 hefðu fengið fyrirgreiðslu ef tillögur ráðherrans hefðu verið í gildi frá því ári. Hv. félmn. kom í veg fyrir afglöp ráðherrans og með brtt. félmn. eru greiðsluerfiðleikalán færð til þess horfs sem þau hafa verið frá 1993. Hæstv. ráðherra sagði í gær að hann væri afar ánægður með þessar breytingar og það er auðvitað viðurkenning á þeirri stefnu og aðstoð sem verið hefur við fólk í greiðsluerfiðleikum frá 1993. Ég lýsi mig einnig afar ánægða með þessa brtt. og segi já.