Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:10:32 (2298)

1995-12-21 11:10:32# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:10]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er lagt til afnám tengingar almannabóta við þróun launa og verðlags. Segja má að þetta sé aðalatriðið í bandorminum. Stjórnarandstaðan leggur til að þessi ákvæði verði felld brott út frv. Tillaga meiri hlutans, sem kemur hér síðar til atkvæða, bætir þetta að nokkru leyti með sólarlagsákvæði eða ákvæði til bráðabirgða. Þrátt fyrir það er hér um að ræða mjög alvarlega atlögu að velferðarkerfinu og þeirri hugsun sem við höfum búið lengi við og reynst vel. Ég segi já.