Afbrigði um dagskrármál

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 13:44:09 (2335)

1995-12-21 13:44:09# 120. lþ. 76.98 fundur 161#B brtt.# (afbrigði við dagskrá), VE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[13:44]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Mér þótti dálítið einkennilegt hvernig alþýðuflokksmenn höfðu sérstaka skoðun á þessu máli og síðan var ákveðin sameiningarumræða milli Alþfl. og hv. þm. Ágústs Einarssonar. En fyrst málið er þannig vaxið að það sé hugsanlega hægt að ganga þarna lengra í sameiningarátt á þessu sviði, þá gæti verið viturlegra að geyma það að taka afstöðu til þessarar tillögu eða ræða hana um nokkra stund meðan viðræður geta farið fram um þessa mál. (JBH: Þetta er smekklaust af hv. formanni efh.- og viðskn.) (Gripið fram í: Hann er smekklaus hvort sem er.)