Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 14:32:46 (2343)

1995-12-21 14:32:46# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[14:32]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst hv. formaður efh.- og viðskn. misskilja málið mjög mikið og þær tillögur og röksemdir sem ég hef sett fram. Ég er ekki að tala um að allir eigi að vera jafnir fyrir bótum almannatrygginga. Ég er að tala um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum sem stjórnarskráin kveður á um þegar verið að taka upp skatt með þessum hætti.

Ef við tökum röksemd þingmannsins góða og gilda og lítum bara á þetta sem bætur, sem ég er mjög ósammála, eru mörg fordæmi fyrir því að þegar menn eru að skerða bætur í þinginu, eins og vaxtabæturnar 1993, treysti þeir sér ekki í gildistöku á þeirri skerðingu fyrr en ári seinna vegna þess að þá voru vaxtagjöld, sem fólk varð fyrir á yfirstandandi ári 1993, talin inn í þessa skerðingu. Þetta gildir með alveg sama hætti ef við tökum röksemd þingmannsins góða og gilda. En ég ítreka að ég stend fast við það og deili þar með skoðunum landssambands fatlaðra að þetta er á virkilega gráu svæði og lögfræðilegt álitaefni hvort hér sé um brot á stjórnarskránni að ræða.