Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:14:14 (2498)

1995-12-22 12:14:14# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:14]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hér kemur til atkvæða brtt. varðandi framlag til Ríkisspítalanna og seinna á því sama skjali sem við erum með fyrir framan okkur eru tillögur sem varða Sjúkrahús Reykjavíkur. Af því tilefni vil ég segja að ég er nokkuð sannfærður um að ákvörðun og afstaða meiri hlutans í þessu máli varðandi sjúkrahúsin í Reykjavík þýðir það að allt þetta ár verður viðvarandi spenna milli yfirstjórnar spítalanna og starfsfólks spítalanna annars vegar og heilbrrn. hins vegar. Ég er sannfærður um það að heilbrrn. og fjmrn. ráða ekkert við dæmið á þeim forsendum sem hér eru lagðar upp.

Við bætist þessi sérkennilegi pottur, verðlaunapottur upp á 150 millj. sem er talinn einhvers staðar inni í fjmrn. og er ætlaður sem verðlaun til þess að reka fólk úr starfi hjá spítölunum. Ég tel að hér sé um að ræða stórhættulega afgreiðslu og sú tala sem liggur fyrir varðandi halla á fjárlögunum upp á 3,9 milljarða kr. er vitleysa. Það er hægt að rökstyðja það með mörgum dæmum en spítalarnir eru besta sönnun þess og það mun sjást þegar menn greiða atkvæði um fjárlagafrv. fyrir árið 1997. Þetta er fráleit niðurstaða, hæstv. forseti, en ég styð að sjálfsögðu þessa tillögu minni hlutans sem er í áttina.