Ferill 84. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 84 . mál.


123. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis, Snorra Olsen ríkisskattstjóra, Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðing hjá embætti ríkisskattstjóra, Björn G. Sveinsson, formann Verkamannasambands Íslands, og frá Alþýðusambandi Íslands þá Benedikt Davíðsson forseta, Gylfa Arnbjörnsson hagfræðing og Ara Skúlason framkvæmdastjóra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnlaugur M. Sigmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. okt. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Jón Baldvin Hannibalsson.


form., frsm.



Svavar Gestsson.

Sólveig Pétursdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.



Pétur H. Blöndal.