Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 116 . mál.


125. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um aðild starfsmanna aðila vinnumarkaðarins að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Frá Sighvati Björgvinssyni.



    Hafa starfsmenn aðila vinnumarkaðarins, svo sem VSÍ, BSRB, ASÍ og aðildarfélagar þeirra eða lands- eða starfsgreinasamtaka, verið aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og notið þess réttar sem umræddur lífeyrissjóður tryggir félagsmönnum sínum með bakábyrgð ríkissjóðs? Hafi svo verið óskast upplýst:
    Hvaða einstaklinga er um að ræða, hvaða starfi gegndu þeir hjá aðilum vinnumarkaðarins, hvenær öðluðust þeir aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og hversu lengi hafa þeir verið sjóðfélagar?
    Hafa umræddir einstaklingar, sem nutu sjóðsaðildar á meðan þeir störfuðu hjá aðilum vinnumarkaðarins en hafa horfið til annarra starfa eða gerst félagar í öðrum lífeyrissjóðum, flutt áunnin lífeyrisréttindi sín úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins til þeirra lífeyrissjóða sem þeir gerðust síðan aðilar að eða hafa þeir kosið að varðveita áunnin réttindi sín í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins?
    Er bakábyrgð ríkissjóðs vegna aðildar umræddra starfsmanna aðila vinnumarkaðarins að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins með einhverjum hætti ólík bakábyrgð ríkissjóðs vegna lífeyrisréttinda ríkisstarfsmanna eða er um sambærilega ríkisábyrgð að ræða?
    Hversu háar iðgjaldagreiðslur hafa verið greiddar samtals til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna umræddra starfsmanna aðila vinnumarkaðarins og hver er að mati lífeyrissjóðsins sú tryggingafræðilega fjárhagsábyrgð sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins ber vegna tryggingarréttar þeirra?


Skriflegt svar óskast.