Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 90 . mál.


175. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur, Ögmundar Jónassonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar um heildarlaun tekjuhæstu starfsmanna ríkisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver eru heildarlaun 250 tekjuhæstu starfsmanna ríkisins hvers um sig?
    Óskað er eftir að tilgreind verði starfsheiti og kyn viðkomandi starfsmanna og upphæðir sundurgreindar í laun og starfskostnað.


    Fjármálaráðuneytið annast gerð kjarasamninga við starfsmenn ríkisins og hefur yfirumsjón með rekstri reikniforrits launa sem er sameign ríkis og Reykjavíkurborgar og vistað hjá SKÝRR. Af því leiðir skil ýmiss konar skatta og launatengdra útgjalda, t.d. staðgreiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjöld, tryggingagjöld, félagsgjöld o.fl. Einnig er um að ræða frágang og skil launamiða til einstaklinga og síðan skattyfirvalda. Óskað hefur verið upplýsinga úr launaskrá ríkisins. Fjármálaráðuneytið hefur bent á að birting einstaklingsupplýsinga sé því óheimil en hefur þegar eftir hefur verið leitað birt almennar tölulegar upplýsingar úr launaskránni. Dæmi um slíka birtingu vegna fyrirspurna á Alþingi eru:
    Fyrirspurn á 116. löggjafarþingi um launagreiðslur ríkisins, mál 431, þskj. 731 og 843.
    Fyrirspurn á 117. löggjafarþingi um umfang ómældrar yfirvinnu, mál 99, þskj. 102, umræða 25. október 1993.
    Fyrirspurn á 117. löggjafarþingi um launagreiðslur til starfsmanna ráðuneyta, mál 110, þskj. 114 og 158.
    Fyrirspurn á 117. löggjafarþingi um biðlaun opinberra starfsmanna, mál 161, þskj. 179 og 250.
    Fyrirspurn á 117. löggjafarþingi um atvinnuleysi í röðum opinberra starfsmanna, mál 159, þskj. 177 og 249.
    Fyrirspurn á 118. löggjafarþingi um laun og önnur starfskjör forstöðumanna opinberra stofnana, mál 168, þskj. 182 og 809.
    Fyrirspurn á 118. löggjafarþingi um launaflokka og yfirvinnu starfsmanna ríkisins, mál 300, þskj. 392 og 810.
    Þá er rétt að minna á störf kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna sem birtir ársfjórðungslega ítarlegar upplýsingar um launakjör starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, þar með talin dagvinnulaun, yfirvinnulaun, önnur laun, heildarlaun og kaupmáttartölur.
    Fjármálaráðuneytið birti í fréttatilkynningu nr. 28/1995 upplýsingar um launagreiðslur árið 1994, þ.e. heildarupphæð, fjölda einstaklinga, dreifingu greiðslna sem og meðalárslaun. Þá birtust í sömu fréttatilkynningu nánari upplýsingar um þá sem höfðu yfir 4 millj. kr. í árslaun, en þar var einstaklingum (221) raðað í hópa miðað við eðli starfs.
    Í fyrirspurn þeirri er hér ræðir er spurt um heildarlaun 250 tekjuhæstu starfsmanna ríkisins hvers um sig þar sem tilgreind verði starfsheiti og kjör viðkomandi starfsmanna og upphæðir sundurgreindar í laun og starfskostnað.
    Sem svar við fyrirspurninni eru hér birtar upplýsingar um hæstu og lægstu árslaun einstakra hópa, auk upplýsinga um meðallaun og skiptingu hópsins í karla og konur. Þar sem ekki liggur ljóst fyrir við hvað er átt með orðinu starfskostnaður, t.d. hvort um er að ræða launatengd gjöld, er þeim hluta látið ósvarað hér.

Fjöldi

Þar af

Meðal-

Lægstu

Hæstu

Miðgildi


Eðli starfs

starfsmanna

konur

árslaun

árslaun

árslaun

árslauna



Forseti Íslands     
1
1 4.011.828
Starfsmenn er heyra undir Alþingi
og stofnanir þess     
4
4.615.433 3.970.059 5.995.573 4.248.049
Ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar     
5
1 4.202.695 3.971.140 4.432.721 4.160.888
Aðrir     
5
1 4.100.737 3.913.068 4.432.342 4.013.045
Starfsmenn HÍ, þ.m.t. prófessorar
sem eru jafnframt yfirlæknar     
15
1 4.570.014 3.955.492 6.010.123 4.330.417
Flugmálastarfsmenn, þ.m.t.
flugmenn/flugvirkjar     
17
4.538.526 3.977.534 5.676.005 4.398.853
Ráðuneytisstjórar og aðrir
starfsmenn Stjórnarráðs     
24
2 4.499.590 3.967.759 5.390.405 4.488.656
Forstjórar/forstöðumenn     
40
4.414.635 3.921.228 6.268.173 4.200.624
Dómarar/sýslumenn     
45
7 4.368.579 3.949.466 5.363.653 4.278.365
Læknar (forstöðulæknar, yfir-
læknar sem ekki eru jafnframt
prófessorar, sérfræðingar)     
47
3 4.601.861 3.936.370 5.838.893 4.469.559
Flugumferðarstjórar     
47
1 4.504.486 3.909.574 5.565.290 4.440.823
Samtals     
250
17