Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 225 . mál.


306. Frumvarp til laga



um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1996.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995.)



Um breytingu á lögum nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins.


1. gr.

    1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Árlegt framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 94/1984, um kvikmyndamál.


2. gr.

    1. tölul. 5. gr. laganna orðast svo: Árlegt framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 68/1985, útvarpslögum, með síðari breytingum.


3. gr.

    Orðin „aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau“ í 2. mgr. 22. gr. laganna falla brott.

4. gr.

    2. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 88/1989, þjóðminjalögum, með síðari breytingum.


5. gr.

    2. og 3. mgr. 46. gr. laganna orðast svo:
    Tekjur sjóðsins eru:
    framlag ríkissjóðs eftir því sem ákveðið er í fjárlögum,
    framlag sveitarfélaga,
    frjáls framlög.
    Framlag sveitarfélaga skal miðað við að það nemi 150 kr. á hvern íbúa hlutaðeigandi sveitarfélags.

Um breytingu á lögum nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins,


með síðari breytingum.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
    1. tölul. orðast svo: Framlag ríkissjóðs eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.
    5. tölul. fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 84/1989, um búfjárrækt, með síðari breytingum.


7. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna, skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1996.

Um breytingu á lögum nr. 56/1987, jarðræktarlögum, með síðari breytingum.


8. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laganna, skal framlag ríkissjóðs til launa og aksturs héraðsráðunauta eigi vera hærra en 42,9 m.kr. á árinu 1996.

Um breytingu á lögum nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á


sláturafurðum, með síðari breytingum.


9. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Ráðherra skal heimilt að innheimta gjald af sláturleyfishöfum til greiðslu kostnaðar ríkissjóðs af yfirmati sem af lögum þessum leiðir. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um innheimtu gjaldsins með reglugerð.

Um breytingu á lögum nr. 57/1990, um flokkun og


mat á gærum og ull, með síðari breytingum.


10. gr.

    Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Ráðherra skal heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar ríkissjóðs af yfirmati sem af lögum þessum leiðir. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um innheimtu gjaldsins með reglugerð.

Um breytingu á lögum nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands,


með síðari breytingum.


11. gr.


    C- og d-liður 3. gr. laganna falla brott.

Um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða,


með síðari breytingum.


12. gr.

    Á eftir 2. mgr. 18. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
    Innheimta skal sérstakt gjald vegna afla báta er veiðar stunda með línu og handfærum með dagatakmörkunum skv. 1.–8. mgr. 6. gr. og vegna þess helmings afla sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar yfir vetrarmánuðina skv. 6. mgr. 10. gr. Skal gjaldið vera jafnhátt gjaldi vegna tilkynningar um aflamark skv. 2. mgr. og gilda ákvæði þeirrar málsgreinar um gjald þetta eftir því sem við getur átt. Gjald samkvæmt þessari málsgrein skal innheimt árlega samhliða gjaldi vegna almenns veiðileyfis skv. 4. mgr. Skal gjaldið miðast við landaðan afla viðkomandi báts er veiðar stundar skv. 1.–8. mgr. 6. gr. á 12 mánaða tímabili frá 1. ágúst til 31. júlí fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs og þann hluta línuafla hvers skips sem ekki taldist til aflamarks á næstliðnum vetri skv. 6. mgr. 10. gr. miðað við skráningu aflans í aflaupplýsingakerfi Fiskistofu.

13. gr.

    Í stað orðanna „5. mgr.“ í 6. mgr. 18. gr. laganna er verður 7. mgr. koma orðin: 6. mgr.

14. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 3. mgr. 18. gr. skal við innheimtu gjaldsins í fyrsta sinn 1. september 1996 miða gjaldið við landaðan afla viðkomandi krókabáts á sex mánaða tímabili frá 1. febrúar til 31. júlí 1996 og þann helming afla sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar við afla landaðan í janúar og febrúar 1996 miðað við skráningu aflans í aflaupplýsingakerfi Fiskistofu.

Um breytingu á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu,


með síðari breytingum.


15. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Fiskistofa getur með heimild ráðherra, og að höfðu samráði við Hagstofu Íslands, falið öðrum tiltekna þætti við söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegs.

Um afnám laga nr. 90/1943, um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins.


16. gr.

    Lög nr. 90/1943, um Reikningaskrifstofu sjávarútvegsins, eru felld úr gildi.

Um breytingu á lögum nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð.


17. gr.


    2. gr. laganna orðast svo:
    Ríkissjóður veitir fé til sjóðsins eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs


á bótum til þolenda afbrota.


18. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Bætur vegna einstaks verknaðar skulu ekki greiddar nema höfuðstóll kröfu sé 100.000 kr. eða hærri.
    Ríkissjóður greiðir 50% af dæmdum eða ákvörðuðum bótum tjónþola. Af þannig ákvörðuðum bótum greiðir ríkissjóður ekki hærri fjárhæð en:
    250.000 kr. fyrir tjón á munum,
    2.500.000 kr. fyrir líkamstjón,
    400.000 kr. fyrir miska,
    750.000 kr. fyrir missi framfæranda.

19. gr.

    Í stað orðanna „1. janúar 1996“ í 20. gr. laganna kemur: 1. júlí 1996.

20. gr.

    Í stað orðanna „1. janúar 1996“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 1. júlí 1996.

Um breytingu á lögum nr. 92/1989, um aðskilnað


dómsvalds og umboðsvalds í héraði, með síðari breytingum.


21. gr.

    1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Landið skiptist í 24 stjórnsýsluumdæmi auk Reykjavíkurumdæmis sem nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ, Kjalarneshrepp og Kjósarhrepp. Aðsetur sýslumanna eru sem hér segir: 1. Reykjavík, 2. Akranes, 3. Borgarnes, 4. Stykkishólmur, 5. Búðardalur, 6. Patreksfjörður, 7. Ísafjörður, 8. Hólmavík, 9. Blönduós, 10. Sauðárkrókur, 11. Siglufjörður, 12. Akureyri, 13. Húsavík, 14. Seyðisfjörður, 15. Neskaupstaður, 16. Eskifjörður, 17. Höfn í Hornafirði, 18. Vík í Mýrdal, 19. Hvolsvöllur, 20. Vestmannaeyjar, 21. Selfoss, 22. Keflavík, 23. Keflavíkurflugvöllur, 24. Hafnarfjörður, 25. Kópavogur. Umdæmi sýslumanna skv. 2.–25. tölul. skulu ákveðin með reglugerð að fenginni umsögn viðkomandi sýslumanna og sveitarstjórna.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra,


með síðari breytingum.


22. gr.


    Þrátt fyrr ákvæði 40. gr. laganna skal verja allt að 40% af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra á árinu 1996 til tiltekinna rekstrarverkefna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts og


erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila, með síðari breytingum.


23. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna skulu tekjur af erfðafjárskatti á árinu 1996 umfram 257 m.kr. renna í ríkissjóð.

Um breytingu á lögum nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, með síðari breytingum.


24. gr.

    C-liður 5. gr. laganna orðast svo: Framlag ríkissjóðs samkvæmt ákvörðun í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar,


með síðari breytingum.


25. gr.

    B-liður 5. gr. laganna fellur brott.

26. gr.

    10. gr. laganna orðast svo:
    Til Atvinnuleysistryggingasjóðs renna tekjur af atvinnutryggingagjaldi í samræmi við ákvæði laga um tryggingagjald.

27. gr.

    15. gr. laganna fellur brott.

28. gr.

    1. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
    Hámarksbætur atvinnuleysistrygginga skulu nema 2.433 kr. á dag. Lágmarksbætur eru 1 / 4 hluti sömu fjárhæðar. Fjárhæð hámarksbóta kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert. Þó er félagsmálaráðherra heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta bótafjárhæð um allt að 3% frá forsendum fjárlaga ef verulegar breytingar verða á þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga.

29. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða V. í lögunum orðast svo:
    Í samræmi við 5. mgr. 22. gr. skal stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs heimilt á árinu 1996, þrátt fyrir ákvæði 37. gr., að gera tillögu til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslu atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað. Úthlutun styrkja skal vera í samræmi við reglur sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögur sjóðstjórnar um styrkveitingu skulu staðfestar af ráðherra.

Um breytingu á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar,


með síðari breytingum.


30. gr.


    Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Nema annað sé tilgreint teljast til tekna skv. II. kafla laga þessara tekjur skv. II. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, að frádregnum tekjum skv. A-lið 1. mgr. 30. gr. sömu laga. Við ákvörðun tekjugrundvallar skulu tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, metnar að 70 hundraðshlutum.

31. gr.

    Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, er verður 3. mgr, svohljóðandi:
    Nú sinnir maður ekki lagaskyldu um greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóðs samkvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, með síðari breytingum. Er þá heimilt að áætla honum tekjur sem koma til frádráttar greiðslu tekjutryggingar. Setja skal reglugerð með nánari ákvæðum um framkvæmd þessa frádráttar.

32. gr.

    Í stað orðsins „lífeyristekjur“ í 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: lífeyri úr lífeyrissjóðum og tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

33. gr.

    Við 31. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Við ákvörðun á iðgjaldi vegna greiðslu slysatryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins á launum eða aflahlut sjómanna skv. 63. gr. skal tekið tillit til rekstrarkostnaðar slysatrygginga auk framlags í varasjóð, sbr. 2. mgr. Iðgjald þetta skal ákveða árlega með reglugerð.

34. gr.

    10. mgr. 38. gr. laganna fellur brott.

35. gr.

    65. gr. laganna orðast svo:
    Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Heilbrigðisráðherra er þó heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta bótafjárhæðum allt að 3% frá forsendum fjárlaga, enda verði verulegar breytingar á þjóðhagsforsendum frá því að fjárlög voru samþykkt.

36. gr.

    3. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun aldraðra.


37. gr.


    21. gr. laganna orðast svo:
    Kostnaður af eftirlaunum skv. I. kafla greiðist úr ríkissjóði.

38. gr.

    22. gr. laganna orðast svo:
    Kostnaður af eftirlaunum skv. II. kafla greiðist að 3 / 4 hlutum úr ríkissjóði og að 1 / 4 hluta af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

39. gr.

    2. málsl. 23. gr. laganna orðast svo: Viðbót þessi skal greidd úr ríkissjóði.

Um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð,


með síðari breytingum.


40. gr.

    1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Bætur félagslegrar aðstoðar eru mæðra- og feðralaun, barnalífeyrir vegna skólanáms eða starfsþjálfunar ungmennis á aldrinum 18–20 ára, umönnunargreiðslur, endurhæfingarlífeyrir, makabætur, dánarbætur, heimilisuppbót, sérstök heimilisuppbót, frekari uppbætur, bætur vegna bifreiðakostnaðar, bifreiðakaupastyrkir og endurgreiðsla umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf.

41. gr.

    2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Árleg mæðra- og feðralaun skulu vera sem hér segir:
    Með tveimur börnum     
37.728 kr.

    Með þremur börnum eða fleiri     
98.088 kr.


42. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Ef hlutaðeigandi er með barn yngra en 18 ára á framfæri eða við aðrar sérstakar aðstæður er heimilt að greiða bætur í a.m.k. 12 mánuði til viðbótar en þó aldrei lengri tíma en 48 mánuði, 12.139 kr. á mánuði.

43. gr.

    7. gr. laganna fellur brott.


44. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
    Konur, sem fá greiddan ekkjulífeyri 31. desember 1995, skulu fá ekkjulífeyri greiddan til 67 ára aldurs enda uppfylli þær skilyrði fyrir greiðslu ekkjulífeyris sem giltu fyrir 1. janúar 1996. Greiðsla ekkjulífeyris til þessa hóps skal vera í samræmi við reglur um greiðslu ekkjulífeyris sem giltu fyrir 1. janúar 1996.

Um breytingu á lögum nr. 82/1989, um málefni aldraðra,


með síðari breytingum.


45. gr.


    2. og 3. málsl. 1. tölul. 10. gr. laganna orðast svo: Skal gjaldið nema 3.985 kr. á hvern gjaldanda. Fjárhæð gjaldsins kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.

46. gr.

    4. tölul. 12. gr. laganna orðast svo: Að veita rekstrarfé til stofnana fyrir aldraða í samræmi við ákvæði fjárlaga.

Um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu,
með síðari breytingum.

47. gr.

    1. tölul. 21. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar stjórnir heilsugæslustöðva, einn eftir tilnefningu starfsliðs stöðvarinnar, þrjá er skulu kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum og einn án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður. Kjörtímabil stjórna heilsugæslustöðva er hið sama og sveitarstjórna. Skipunartími fulltrúa ráðherra skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.

48. gr.

    Eftirfarandi breytingar verði á 30. gr. laganna:
    3. málsl. 1. tölul. orðast svo: Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn, þó þannig að skipunartími formanns nefndarinnar skal vera takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.
    Í stað 2. málsl. 3. tölul. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Starfsmannaráð sjúkrahúsa tilnefna einn mann, hlutaðeigandi sveitarstjórn eða stjórnir þrjá og ráðherra einn; er hann jafnframt formaður stjórnarinnar. Skipunartími fulltrúa ráðherra skal takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.

49. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
    Í stað ártalsins „1995“ í 1. málsl. kemur: 1996.
    Í stað orðanna „1. janúar 1996“ í 4. málsl. kemur: 1. janúar 1997.

50. gr.

    2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo: Skipun bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur framlengist til 1. janúar 1997. Frá 1. janúar 1996 skal bráðabirgðastjórnin skipuð sjö fulltrúum, þremur frá Reykjavíkurborg, einum tilnefndum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, einum af fjármálaráðherra, einum af yfirstjórn Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala og einum fulltrúa starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur. Starfsmannaráði Sjúkrahúss Reykjavíkur skal auk þess heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til setu á fundum stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Bráðabirgðastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur skal fara með yfirstjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur í umboði borgarstjórnar Reykjavíkur.

Um breytingu á lögum nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkju

sjúkra, með síðari breytingu.

51. gr.


    III. kafli laganna fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.


52. gr.


    Í stað 1.–3. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur nýr málsliður: Fjármagni því sem Ferðamálaráð hefur yfir að ráða skal varið á eftirfarandi hátt.

53. gr.

    1. tölul. 21. gr. laganna orðast svo: Framlag úr ríkissjóði eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.

Um breytingu á hafnalögum, nr. 23/1994.


54. gr.


    Við 31. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Tekjum af vörugjaldi skv. 1. og 3. tölul. 1. mgr. skal ráðstafað til sjóðsins eða til annarra þarfa samkvæmt ákvörðun Alþingis í fjárlögum hverju sinni.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun


og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingum.


55. gr.

    14. gr. laganna orðast svo:
    Tekjum af flugvallagjaldi skal varið til framkvæmda í flugmálum og rekstrar flugvalla.

Um breytingu á skipulagslögum, nr. 19/1964, með síðari breytingum.


56. gr.


    33. gr. laganna orðast svo:
    Kostnaður við mælingar, sem skipulagsstjóri framkvæmir, skal greiddur úr ríkissjóði. Skylt er sveitarfélagi að endurgreiða a.m.k. helming slíks kostnaðar vegna mælinga sem framkvæmdar eru í þess þágu.
    Ef sveitarfélag annast mælingar skal kostnaður við þær mælingar greiddur úr sveitarsjóði, en skylt er ríkissjóði að endurgreiða allt að helming slíks kostnaðar eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, enda hafi skipulagsstjórn samþykkt að sveitarfélagið annaðist mælingarnar.

57. gr.

    1. og 2. mgr. 34. gr. laganna orðast svo:
    Kostnaður við skipulagningu, sem skipulagsstjórn annast, skal greiddur úr ríkissjóði. Skylt er sveitarfélagi að endurgreiða a.m.k. helming slíks kostnaðar vegna skipulagningar sem framkvæmd er í þess þágu. Sama gildir um kostnað samvinnunefndar skv. 3. gr. Verði ágreiningur á milli sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar sker ráðherra úr, að fengnum tillögum skipulagsstjórnar.
    Nú hefur sveitarstjórn annast fyrir eigin reikning undirbúning og gerð skipulagsuppdrátta í sínu sveitarfélagi með samþykki skipulagsstjórnar og undir yfirstjórn hennar, og er þá ráðherra heimilt að endurgreiða úr ríkissjóði allt að helming kostnaðar sveitarstjórnar við slíkar framkvæmdir eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, þó eigi hærri fjárhæð en nemur helmingi þeirra gjalda sem greiðast af gjaldskyldum eignum í sveitarfélaginu skv. 35. gr. laga þessara.

58. gr.

    2. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
    Auk skipulagsgjalds, sem um ræðir í 1. mgr., skal árlega greiða úr ríkissjóði til framkvæmdar skipulagsmála fjárhæð sem nemur allt að helmingi skipulagsgjalda liðins árs eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar


á villtum fuglum og villtum spendýrum.

59. gr.

    2. málsl. 4. mgr. laganna 12. gr. orðast svo: Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um refaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá allt að helming kostnaðar við veiðarnar eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

60. gr.

    2. málsl. 3. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um minkaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá allt að helming kostnaðar við veiðarnar eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

Um breytingu á lögum nr. 97/1974, um eftirlit með ráðningu starfsmanna og


húsnæðismálum ríkisstofnana, með síðari breytingum.


61. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Ekki má setja á fót nýja ríkisstofnun, nema með lögum. Hlutaðeigandi ráðherra er þó heimilt, telji hann það hagkvæmt, að sameina þjónustusvæði og semja við sveitarfélög eða einkaaðila um að þeir taki að sér að veita þjónustu sem tiltekinni ríkisstofnun er ætlað að veita, svo og að heimila einni ríkisstofnun að taka að sér þjónustu sem er á ábyrgð annarrar ríkisstofnunar. Flutningur verkefna og fjárheimilda samkvæmt þessari málsgrein skal vera tímabundinn.

Um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar,


með síðari breytingum.


62. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, skulu 637 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1996.

63. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. janúar 1996. Ákvæði 12. gr. koma til framkvæmda við útgáfu almenns leyfis til veiða í atvinnuskyni vegna fiskveiðiársins er hefst 1. september 1996. Ákvæði 21. gr. öðlast gildi 1. mars 1996. Þrátt fyrir ákvæði 32. gr. skulu tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eigi teljast með í tekjugrunni við ákvörðun á bótum fyrr en frá og með 1. september árið 1996 vegna tekna ársins 1995.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Að venju byggir frumvarp til fjárlaga á ákveðnum forsendum um að lögum verði breytt til að þau nái fram að ganga. Rétt þykir að taka saman öll slík ákvæði, að undanskildum breytingum á tekjuhlið fjárlaga, í einn lagabálk. Er það gert til að leggja áherslu á að ákvæðin tengjast stefnu ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisútgjöldum og viðleitni til að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að nokkrum lagagreinum sem lögbinda ákveðin útgjöld verði breytt. Lagt er til að ýmis lögbundin ákvæði um sjálfvirk framlög verði afnumin en í stað þeirra ákvarðist framlög í fjárlögum hverju sinni. Um langt skeið hafa framlög ár hvert verið felld niður eða skert verulega með lögum. Sá háttur getur ekki talist eðlilegur til lengdar og hefur ríkisstjórnin því samþykkt að leggja til við Alþingi að varanleg breyting verði gerð á viðkomandi lögum. Markmiðið er að auka með því svigrúm löggjafans til að veita fé til ýmissa verkefna á vegum ríkisins eftir því sem hann telur hæfilegt hverju sinni. Í ákveðnum tilfellum er binding útgjalda við vísitölur afnumin í þeim tilgangi að draga úr sjálfvirkni útgjalda og tekna ríkissjóðs og sveitarfélaga. Ríkisstjórnin ráðgerir að endurskoða sérstaklega öll lagaákvæði þar sem útgjöld eru lögbundin, með afnám þeirra í huga.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Undanfarin ár hefur framlag til Listskreytingasjóðs verið skert í tengslum við fjárlög. Hér er lagt til að ákveðið verði í fjárlögum hverju sinni hvert framlagið verður. Núverandi ákvæði laganna kveður svo á um að framlagið nemi 1% álagi á samanlagðar fjárveitingar ríkissjóðs í A-hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem ríkissjóður stendur að einn eða með öðrum.

Um 2. gr.


    Lagt er til að framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs fari eftir ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Í núgildandi lögum á það að nema áætluðum söluskatti af kvikmyndasýningum í landinu, en flest undanfarin ár hefur framlagið verið skert.

Um 3. og 4. gr.


    Undanfarin ár hafa tekjur Ríkisútvarpsins af aðflutningsgjöldum af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau verið látnar renna í ríkissjóð. Hefur það verið gert með ákvæði sem gilt hefur til árs í senn en er nú lagt til að verði varanlegt. Þannig munu umrædd aðflutningsgjöld renna í ríkissjóð eins og aðrar tekjur.

Um 5. gr.


    Með þessari grein er lagt til að framlag ríkissjóðs til húsafriðunarsjóðs verði ákveðið í fjárlögum hverju sinni og að framlag sveitarfélaga skuli nema 150 kr. á hvern íbúa héðan í frá og vísitölubinding þess verði afnumin. Í núverandi lögum reiknast greiðsluskylda ríkissjóðs 100 kr. á hvern íbúa miðað við verðlag í mars 1989, eða nær 150 kr. á núverandi verðlagi. Framlag sveitarfélaga er jafnhátt.

Um 6. gr.


    Framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar hefur verið fellt niður með skerðingarákvæði til eins árs undanfarin ár. Annars vegar er um fast 250 þús. kr. árlegt framlag að ræða og hins vegar framlag er nemur 1% af óniðurgreiddu heildsöluverði landbúnaðarafurða. Hér er lagt til að sú skerðing verði gerð varanleg.


Um 7. og 8. gr.


    Ákvæði þessi hafa verið sett til eins árs og hefur þá verið miðað við að útgjöld vegna umræddra laga yrðu takmörkuð við ákveðna fjárhæð. Svo er einnig gert nú.

Um 9. og 10. gr.


    Ákvæði þessi eru í samræmi við núverandi fyrirkomulag en hafa til þessa verið sett til eins árs. Hér er lagt til að þau verði gerð varanleg. Þau fela í sér að kostnaður ríkissjóðs af yfirmati á sláturafurðum, gærum og ull verði borinn af sláturleyfishöfum.

Um 11. gr.


    Framlag ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs hefur verið fellt niður tímabundið til árs í senn nokkur undanfarin ár. Hér er lagt til að framlagið falli niður ótímabundið. Það nemur 350 þús. kr. á ári.

Um 12.–14. gr.


    Sú lagabreyting, sem hér er lögð til, felur í sér að fiskiskip, er stunda veiðar með línu og handfærum með dagatakmörkunum, greiði sambærilegt veiðieftirlitsgjald og önnur fiskiskip greiða við úthlutun aflamarks. Þá mun verða innheimt sams konar veiðieftirlitsgjald vegna afla sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar. Afli krókabáta og línutvöföldun aflamarksskipa eru nú undanþegin álagningu og innheimtu gjaldsins.


Um 12. gr.


    Ákvæði greinar þessarar miða að því að jafna þann mun sem er á innheimtu á veiðieftirlitsgjaldi eftir því hvort skip stunda veiðar samkvæmt aflamarki eða svokölluðu krókaleyfi. Er við það miðað að innheimt verði sams konar gjald hjá útgerðum krókabáta og útgerðum aflamarksskipa er gert að greiða við úthlutun aflamarks og miðast við úthlutuð þorskígildistonn. Hjá krókabátum mun innheimtan miðast við landaðan afla viðkomandi báts á 12 mánaða tímabili frá 1. ágúst á undangengnu ári til 31. júlí á yfirstandandi ári. Með þessu móti verða greiðslur útgerða fiskiskipa á veiðieftirlitsgjaldi samræmdar og sambærilegar hvort sem skip stunda veiðar samkvæmt aflamarki eða svokölluðu krókaleyfi. Þá verður einnig innheimt sams konar veiðieftirlitsgjald vegna afla sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar. Áætlað er að með þessu móti innheimtist 3,0 m.kr. í veiðieftirlitsgjald til viðbótar við það sem nú er innheimt þegar innheimta gjaldsins verður að fullu komin til framkvæmda. Samkvæmt gildistökuákvæðum í III. kafla er gert ráð fyrir að við innheimtu gjaldsins í fyrsta sinn 1. september 1996 verði eingöngu miðað við afla er viðkomandi krókabátur muni veiða á tímabilinu 1. febrúar til 31. júlí 1996 og afla aflamarksskipa sem ekki telst til aflamarks við línuveiðar í janúar og febrúar 1996. Því má gera ráð fyrir að innheimta veiðieftirlitsgjalds aukist um u.þ.b. 2. m.kr. á árinu 1996.

Um 13. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.

Um 14. gr.


    Með bráðabirgðaákvæði þessu er lagt til að sá afli sem veiddur er á árinu 1996 komi einn til viðmiðunar þegar þessi hluti veiðieftirlitsgjalds verður innheimtur í fyrsta sinn 1. september 1996 vegna fiskveiðiársins 1996/1997. Að öðru leyti vísast til athugasemdar um 12. gr.

Um 15. og 16. gr.


    Á undanförnum árum hafa umfangsmiklar skipulagsbreytingar átt sér stað á stjórnsýslu sjávarútvegsins. Vegur þar þyngst stofnun Fiskistofu á árinu 1992. Eitt af verkefnum Fiskistofu er að annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála. Fiskistofa gegnir þessu hlutverki og hefur jafnframt samið við Fiskifélag Íslands, eitt félaga, um að vinna tiltekin verkefni á þessu sviði.

Um 15. gr.

    Með stofnun Fiskistofu var stjórnsýslu breytt og opinber verkefni sem Fiskifélagið hafði unnið flutt til hennar. Umfangsmikil söfnun og skráning upplýsinga fer nú fram á vegum Fiskistofu. Má í því sambandi nefna að afli fiskiskipa er veginn og skráður af hafnarstarfsmönnum á hafnarvogum í höfnum landsins. Hafnarskrifstofurnar eru í beinlínusambandi við Fiskistofu og senda daglega inn í gagnagrunn hennar upplýsingar um landaðan afla. Skv. 4. gr. laga nr. 36/1992 skal Fiskistofa semja við Fiskifélag Íslands um tiltekna þætti við söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála. Með frumvarpi þessu er lagt til að Fiskistofu verði heimilað, ef hagkvæmt þykir, að sjá sjálf um þá þætti í starfsemi sinni eða að stofan verði óbundin af samningsaðila og heimilað að fela öðrum aðilum að vinna slíka vinnu. Fiskifélag Íslands er frjálst almennt félag sem um langt árabil hefur unnið tiltekin störf fyrir ríkið, oft samkvæmt ákvæðum í lögum. Þess má geta að starfsmenn félagsins eru ekki ríkisstarfsmenn. Við stofnun Fiskistofu var talið rétt, til að tryggja samræmi við söfnun og skráningu upplýsinga, að stofan semdi við Fiskifélagið um að vinna tiltekin verkefni á sviði upplýsingasöfnunar og úrvinnslu. Er hér aðallega átt við svonefndar ráðstöfunarskýrslur. Má því segja að með ákvæði 4. gr. hafi Fiskifélaginu verið veitt lögbundið einkaleyfi til að safna, vinna úr og birta umræddar upplýsingar. Fiskistofa er því í veikri stöðu í samningum við Fiskifélagið um verð fyrir þjónustuna sem þykir dýr. Er með frumvarpi þessu lagt til að Fiskistofu verði heimilað, ef hagkvæmt þykir, að höfðu samráði við Hagstofu Íslands og með leyfi ráðherra, að semja um eða bjóða út á almennum markaði einstaka nánar skilgreinda verkþætti í söfnun, úrvinnslu og birtingu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála án þess að vera bundin af samningsaðila. Er það í samræmi við þróun í viðskiptum og þá stefnu ríkisstjórnarinnar að afnema skuli einkarétt einstakra félaga á ákveðnum verkefnum. Þá er margt sem bendir til að umrætt lagaákvæði samræmist ekki tilskipunum sem fylgja EES-samningi og Ísland hefur yfirtekið, um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra samninga um kaup á þjónustu af einkaaðilum.

Um 16. gr.

    Felld eru úr gildi lög nr. 90/1943, um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins. Skrifstofan var stofnuð á árinu 1943 til að bæta úr brýnni þörf fyrir upplýsingar um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og var Fiskifélagi Íslands falin yfirstjórn stofunnar. Undanfarin ár hefur skrifstofan fyrst og fremst safnað saman ársreikningum útgerðarfyrirtækja og metið hver staða greinarinnar er á grundvelli þeirra. Skýrsla reikningaskrifstofunnar, Útgerð og afkoma, er birt einu sinni á ári og fjallar um afkomu útgerðar á síðastliðnu ári. Oft hefur langt verið liðið á árið þegar vinnslu hefur verið lokið og niðurstöður birtar. Eitt af hlutverkum Þjóðhagsstofnunar er að semja og birta opinberlega tvisvar á ári yfirlitsskýrslur um þróun þjóðarbúskaparins og horfur í þeim efnum, þar á meðal afkomu atvinnuveganna. Þjóðhagsstofnun hefur því komið sér upp líkani af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, byggða á rekstrarreikningum og skattgögnum en að þeim gögnum hefur reikningaskrifstofan ekki aðgang. Því má að sumu leyti segja að verkefni Þjóðhagsstofnunar og reikningaskrifstofu sjávarútvegsins skarist þannig að um tvíverknað sé að ræða. Upplýsingar reikningaskrifstofu eru þó ítarlegri og meira sundurliðaðar. Þjóðhagsstofnun vinnur afkomureikninga fyrir aðra atvinnuvegi að landbúnaði undanskildum. Því má gera ráð fyrir að ákveðið hagræði yrði af því að úrvinnsla rekstrarreikninga sjávarútvegsfyrirtækja sem fram fer á kostnað ríkisins fari fram í Þjóðhagsstofnun. Með frumvarpi þessu er því lagt til að lög nr. 90/1943, um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins, falli úr gildi.


Um 17. gr.


    Framlag ríkissjóðs til kirkjubyggingasjóðs hefur verið skert eða fellt niður með sérstöku tímabundnu ákvæði nokkur undanfarin ár. Framlagið á að nema 600 þús. kr. á ári, miðað við byggingarvísitölu 1. júlí 1981. Það mundi nú nema 8,1 m.kr. Hér er lagt til að framlag til sjóðsins fari að ákvörðun Alþingis hverju sinni, en í fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir framlagi til þessa málefnis.

Um 18.–20. gr.


    Fyrr á þessu ári voru sett lög nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Við gerð fjárlagafrumvarps ákvað dómsmálaráðherra, þar sem fjárveitingar til dóms- og kirkjumálaráðuneytis væru takmarkaðar, að leita eftir frestun á gildistöku laganna um eitt ár og jafnframt að ákvæði laganna gildi um tjón sem leiðir af brotum sem framin voru 1. janúar 1994 og síðar í stað 1. janúar 1993 (sjá bls. 403 í fjárlagafrumvarpi). Nú hefur verið fallið frá þessum áformum og í stað þess eru settar fram aðrar tillögur um breytingu á lögunum.
    Lagt er til að 7. gr. þeirra laga verði breytt þannig að útgjöld ríkisins vegna ákvæða laganna verði takmörkuð. Í breytingartillögunni felst ferns konar takmörkun. Í fyrsta lagi er lagt til að ríkissjóður greiði 50% af bótum tjónþola vegna einstaks verknaðar. Í öðru lagi er lagt til að ríkissjóður greiði bætur vegna einstaks verknaðar ef höfuðstóll kröfu er 100.000 kr. eða hærri, en skv. 1. mgr. 7. gr. er þessi fjárhæð 10.000 kr. Í þriðja lagi er lagt til að fjárhæðir skv. 2.–5. mgr. verði lækkaðar þannig að hámarksbætur vegna tjóns á munum verði 250.000 kr. í stað 500.000 kr., að hámarksbætur vegna líkamstjóns verði 2.500.000 kr. í stað 5.000.000 kr., að hámarksbætur vegna miska verði 400.000 kr. í stað 1.000.000 kr. og að hámarksbætur vegna missis framfæranda verði 750.000 kr. í stað 3.000.000 kr. Í fjórða lagi er lagt til að 6. mgr. 7. gr. falli brott en samkvæmt þeirri grein taka fjárhæðir samkvæmt greininni verðlagsbreytingum í samræmi við ákvæði skaðabótalaga.
    Þá er lagt til að lögin öðlist gildi 1. júlí 1996 í stað 1. janúar 1996.

Um 21. gr.


    Lagt er til að sýslumannsembættin í Bolungarvík og Ólafsfirði verði lögð niður. Bolungarvík heyri framvegis undir sýslumannsembættið á Ísafirði og Ólafsfjörður undir embættið á Akureyri. Fjarlægð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur er um 15 km og á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur 18 km, en þar er útibú frá sýslumannsembættinu á Akureyri.
    Í 1. mgr. 11. gr. aðskilnaðarlaganna er fjallað um stjórnsýsluumdæmi. Í upphafi greinarinnar er fjöldi þeirra tilgreindur, svo og mörk Reykjavíkurumdæmis. Þá eru í málsgreininni talin upp aðsetur sýslumanna.
    Í þessari grein er núgildandi ákvæði endurskrifað með þeim breytingum að sleppt er tilvísun til þess að aðsetur sýslumanna verði í Bolungarvík og á Ólafsfirði.
    Þessi fækkun sýslumannsembætta er aðeins fyrsta skrefið í fyrirhugaðri endurskipulagningu á umdæmismörkum embættanna um land allt.

Um 22. og 23. gr.


    Með þessum tveimur greinum er lagt til að fjármunum Framkvæmdasjóðs fatlaðra verði ekki eingöngu varið til framkvæmda og meiri háttar viðhalds heldur einnig til rekstrar á árinu 1996.

Um 24. gr.


    Hér er fyrirhugað að framlag ríkissjóðs til Bjargráðasjóðs verði ákveðið í fjárlögum hverju sinni.

Um 25.–27. gr.


    Gert er ráð fyrir að breyta lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, og taka upp sérstakt atvinnutryggingagjald sem renni í Atvinnuleysistryggingasjóð. Þar sem gjaldinu er ætlað að standa undir útgjöldum sjóðsins eru felld niður ákvæði um bein framlög ríkissjóðs í hann.

Um 28. gr.


    Í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er gerð tillaga um að upphæð bóta skuli ákveðin í fjárlögum, en samkvæmt gildandi lögum miðast þær við ákveðinn launataxta. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 2.700 kr. á mánuði eða um 5,4% frá 1. janúar 1996 í samræmi við nýlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Um 29. gr.


    Hér er framlengd heimild til Atvinnuleysistryggingasjóðs til að styrkja átaksverkefni sveitarfélaga sem fyrir var í 6. gr. laga nr. 148/1995, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995.

Um 30. gr.


    Nauðsynlegt þykir að skilgreina í lögunum það tekjuhugtak sem notað er við ákvörðun tekjutengdra bóta með tilliti til laga um tekju- og eignarskatt. Þá er kveðið á um að fjármagnstekjur, það er þær tekjur sem falla undir 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, skuli aðeins teljast að 70 hundraðshlutum inn í tekjugrunn við ákvörðun á tekjutengdum bótum.

Um 31. gr.


    Þrátt fyrir skýra lagaskyldu um að allir sem vinna skuli greiða í lífeyrissjóð eru ýmsir sem ekki sinna þeirri skyldu. Til að tryggja að þessir aðilar standi ekki betur að vígi gagnvart bótum almannatrygginga þykir rétt að heimilt verði að áætla viðkomandi tekjur til frádráttar greiðslu tekjutryggingar, sinni þeir ekki umræddri lagaskyldu héðan í frá.

Um 32. gr.


    Við þá breytingu að fjármagnstekjur skuli teljast með í tekjuhugtaki við ákvörðun á tekjutengdum bótum þykir rétt að miða við sömu frítekjumörk og notuð eru við tekjur úr lífeyrissjóðum við ákvörðun á tekjutryggingu.


Um 33. gr.


    Greiðslur slysatryggingabóta vegna sjómanna námu 174,6 m.kr. árið 1994, þar af var kaup og aflahlutur lögskráðra sjómanna 110,8 m.kr. Skv. 26. gr. laga nr. 117/1993, með síðari breytingum, eru bætur slysatrygginga sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur. Slysadagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir að slys á sér stað hafi hinn slasaði verið óvinnufær í minnst 10 daga. Dagpeningarnir eru 698 kr. á dag og greiðast 52 vikur að hámarki. Engin ákvæði eru í kaflanum um slysatryggingar um greiðslu á launum og aflahlut sjómanna. Í 63. gr. C.-kafla almannatryggingalaganna, nr. 117/1993, segir:
    „Ráðherra getur ákveðið að útgerðarmönnum skuli skylt að tryggja áhættu þá vegna bótaskyldra slysa og veikinda sem þeir bera skv. 36. gr. laga nr. 35/1985, þannig að Tryggingastofnunin greiði hinum tryggða fullt kaup eða aflahlut jafnlangan tíma og sjómannalög ákveða hverju sinni.
    Halda skal tryggingum samkvæmt þessari grein reikningslega aðskildum frá annarri starfsemi stofnunarinnar. Dagpeningar skv. 28. og 38. gr. skulu renna til Tryggingastofnunarinnar þann tíma sem greiðsla kaups eða aflahlutar á sér stað og skulu iðgjöld útgerðarmanna fyrir aukatryggingu þessa ákveðin með það fyrir augum að þau ásamt dagpeningum nægi fyrir útgjöldum.
    Greiðsla á aflahlut sjómanna byggist á þessu heimildarákvæði tryggingaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá slysatryggingadeild TR veitti þáverandi heilbrigðisráðherra/ríkisstjórn heimild til að nýta umrætt ákvæði árið 1983. Ákvörðunin um að slysatryggingar endurgreiddu aflahlut í allt að tvo mánuði var tekin í kjölfar ákvörðunar um 14% hækkun fiskverðs 1. janúar 1983. Þess hefur hins vegar ekki verið gætt að virða síðari hluta málsgreinarinnar. Frá 1. janúar nk. er ætlunin að innheimta sérstakt iðgjald af útgerðarmönnum vegna aukatryggingar sjómanna.

Um 34. gr.


    Fyrirhugað er að fella niður heimild sjúkratrygginga til að greiða vinnuveitanda sjúkradagpeninga greiði hann laun í veikindaforföllum. Því er nauðsynlegt að fella niður næstsíðustu mgr. 38. gr. laganna en þar er gert ráð fyrir að sjúkradagpeningagreiðslur renni til vinnuveitanda sem greiðir laun í veikindaforföllum.

Um 35. gr.


    Fyrirhugað er að fella úr gildi öll lagaákvæði sem tengja bætur við laun og þess í stað að ákveða með fjárlögum hverju sinni hvernig bætur skuli breytast á næsta almanaksári. Er það í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að rjúfa sjálfvirka tengingu útgjalda og skatta við vísitölur og laun. Rétt þykir þó að veita heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, heimild til að hækka bætur um allt að 3% innan fjárlagaárs, enda breytist forsendur fjárlaga verulega frá því sem ákvörðun bóta byggðist á.

Um 36. gr.


    Er grunnlífeyrir almannatrygginga var tekjutengdur við launatekjur var orðalag 11., 12. og 17. gr. haft þannig að það náði til allra tekna annarra en bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðstekna. Með 3. tölul. ákvæðis til bráðabirgða var á hinn bóginn tekið fram að vextir, verðbætur og gengishagnaður skyldu hvorki hafa áhrif á tekjur til skerðingar elli- og örorkulífeyris né tekjutryggingar. Fyrirhugað er að hefja álagningu fjármagnstekjuskatts og mun nefnd á vegum fjármálaráðherra skila tillögum um framkvæmd skattlagningarinnar. Einnig er hér lagt til að breyta framkvæmd þannig að fjármagnstekjur skerði bætur almannatrygginga. Því þarf að fella niður 3. tölul. ákvæðis til bráðabirgða.

Um 37.–39. gr.


    Ákveðið hefur verið að skipta tryggingagjaldi í atvinnutryggingagjald og almennt tryggingagjald. Atvinnutryggingagjaldið mun renna til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Samhliða mun létt af Atvinnuleysistryggingasjóði kostnaði vegna eftirlauna til aldraðra samkvæmt lögum nr. 113/1994 sem sjóðurinn hefur hingað til borið. Þess í stað mun hlutur Atvinnuleysistryggingasjóðs framvegis greiddur beint úr ríkissjóði. Vegna þessarar breytingar þarf að breyta 21.–23. gr. laga um eftirlaun til aldraðra.

Um 40. gr.


    Þar sem fyrirhugað er að fella niður bótaflokkana ekkju- og ekklabætur og ekkjulífeyri, en rýmka heimild til greiðslu dánarbóta í staðinn, er nauðsynlegt að breyta samhliða upptalningu 1. mgr. 1. gr. laga um félagslega aðstoð. Þá er tekið inn ákvæði um endurgreiðslu umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf.

Um 41. gr.


    Þessi breyting felst í því að mæðra- og feðralaun með einu barni falla niður. Þau nema nú 1.048 kr. á mánuði og lækka bætur um sömu fjárhæð á hvert barn með tveimur og þremur börnum.

Um 42. gr.


    Þar sem ekkjulífeyrir verður felldur niður þykir rétt að rýmka heimild til framlengingar greiðslu dánarbóta þannig að framlengingin verði heimil í lengri tíma en 12 mánuði og af fleiri ástæðum en að hlutaðeigandi hafi barn yngra en 18 ára á framfæri. Með þessari breytingu er tryggt jafnrétti milli kynja gagnvart dánarbótum.

Um 43. gr.


    Ekkjulífeyrir er bótaflokkur sem ekki er lengur í takt við jafnréttissjónarmið. Því þykir rétt að fella hann niður. Þær konur sem njóta nú ekkjulífeyris munu þó halda áfram að fá þessar bætur uns 67 ára aldri er náð.

Um 44. gr.


    Nauðsynlegt er að heimild sé í bráðabirgðaákvæðum til að halda áfram greiðslu ekkjulífeyris til þeirra sem þegar hafa fengið slíkar bætur úrskurðaðar samkvæmt ákvæðum núgildandi laga.

Um 45. gr.


    Hér er lagt til að gjald það til Framkvæmdasjóðs aldraðra sem lagt er á alla skattskylda menn í landinu hækki ekki sjálfkrafa eftir byggingarvísitölu heldur verði endurskoðað við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.

Um 46. gr.


    Á árinu 1992 var lögum um málefni aldraðra breytt þannig að Framkvæmdasjóði aldraðra væri heimilt á árunum 1993–1995 að greiða rekstrarfé til stofnana fyrir aldraða í samræmi við ákvæði fjárlaga. Hér er gerð tillaga um að ákvæðinu verði breytt þannig að heimildin verði ótímabundin.

Um 47. gr.


    Hér er sú breyting lögð til að formaður stjórna heilsugæslustöðva verði skipaður af þeim ráðherra sem hann á að vera trúnaðarmaður fyrir. Fellt er niður það skilyrði að hann verði að vera búsettur á starfssvæði stöðvarinnar. Þar sem hann gegnir sérstöku trúnaðarhlutverki fyrir ráðherra þykir eðlilegt að starfstíma formanns ljúki þegar embættistíma ráðherra lýkur.

Um 48. gr.


    Hér er lögð til sama breyting og í næstu grein á undan, þ.e. að skipunartími fulltrúa ráðherra skuli vera takmarkaður við embættistíma viðkomandi ráðherra af sömu ástæðu og áður getur. Einnig verði búsetuskilyrðið fellt brott.

Um 49. gr.


    Breytingin framlengir þá starfsemi sem verið hefur á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þar sem áætlun um framtíðarhlutverk hennar liggur enn ekki fyrir.

Um 50. gr.


    Ákvæði þetta framlengir skipan bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um eitt ár. Það er í samræmi við framhaldssamning milli fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og yfirstjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala um stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur.

Um 51. gr.


    Með lögum um gjald af áfengi, sem sett voru fyrr á þessu ári, var settur á laggirnar sérstakur forvarnasjóður. Þá þykir rétt að fella niður ákvæði um gæsluvistarsjóð í lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, enda hefur sjóðurinn ekki verið starfandi í raun um nokkurra ára skeið.

Um 52. og 53. gr.


    Með endurorðun á 1. mgr. 8. gr. laganna er felld brott sú kvöð að Fríhöfnin í Keflavík skuli greiða til Ferðamálaráðs gjald er nemur 10% af árlegri vörusölu. Þetta ákvæði hefur verið skert árlega við afgreiðslu fjárlaga og er nú lagt til að framlag til Ferðamálaráðs komi úr ríkissjóði, sbr. breytingu á 1. tölul. 21. gr. laganna, og verði þar með ákveðið í fjárlögum.

Um 54. gr.


    Hér er lagt til að ákveðið verði af Alþingi við setningu fjárlaga hversu mikið af vörugjaldi því sem um getur í 1. og 3. tölul. 31. gr. hafnalaga verði látið renna til Hafnabótasjóðs. Framlag til sjóðsins hefur verið ákveðið með skerðingarákvæðum undanfarin ár.

Um 55. gr.


    Hér er sú breyting lögð til að tekjum af flugvallagjaldi verði einnig varið til rekstrar. Með lögum nr. 148/1994, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995, var þessi grein orðuð svo: „Tekjum af flugvallagjaldi skal einungis varið til framkvæmda í flugmálum, svo og snjómoksturs og viðhalds flugvalla og tækja.“ Hér er lagt til að ákvæðið verði rýmkað og nái til alls rekstrar á sama hátt og á við um fjáröflun til vegagerðar.

Um 56.–58. gr.


    Með ákvæðum þessum er lagt til að greiðslur ríkissjóðs vegna skipulagskostnaðar verði takmarkaðar við það fé sem veitt verður á fjárlögum hverju sinni.

Um 59. og 60. gr.


    Gerð er varanleg breyting á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, en framlög vegna veiða á refum og minkum hafa verið skert undanfarin ár. Ekki er gert ráð fyrir skerðingu á framlaginu í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1996 og hefur breytingin því ekki áhrif á útgjöld ríkisins á næsta ári.

Um 61. gr.


    Gerð er tillaga um að ráðuneytum verði heimilt að færa verkefni milli stofnana eða fela sveitarfélögum og einkaaðilum að veita lögbundna þjónustu fyrir hönd ríkissjóðs, enda sé það talið hagkvæmt. Við það er miðað að mögulegt sé að breyta þjónustusvæðum og að um tímabundna samninga um þjónustuviðskipti verði að ræða.

Um 62. gr.


    Ríkisstjórnin hefur endurskoðað forsendur fyrir framlagi til Vegagerðarinnar í fjárlögum fyrir árið 1996 og leggur til að það verði 7.013 m.kr., eða 100 m.kr. hærra en samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1996. Þessi hækkun fer til nýrra framkvæmda. Áætlun um markaðar tekjur til vegamála er nokkurri óvissu háð. Eftirlit með innheimtu og skilum þungaskatts hefur verið aukið að undanförnu og stendur til að auka það enn. Heildarinnheimta þungaskatts 1996 er áætluð 2.440 m.kr. Reynist innheimtan meiri mun framlag til Vegagerðarinnar hækka í fjáraukalögum 1996 sem nemur umframtekjunum.

Um 63. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga


um ráðstafanir í ríkisfjármálum.


    Lagt hefur verið mat á fjárhagsleg áhrif þessa frumvarps, verði það að lögum. Þau nýmæli eru í frumvarpi þessu frá fyrri lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum að flest skerðingarákvæði sem endurtekin hafa verið árum saman eru nú sett fram í varanlegu formi.
    Eftirfarandi tafla sýnir hver þessi skerðingarákvæði eru og hve miklu fé lagt er til að varið verði til þeirra:

    

Fjárlaga-


    

frumvarp


    

m.kr.



    
Listskreytingarsjóður, 1. gr.     
4,0

    Kvikmyndasjóður, 2. gr.     
92,3

    Ríkisútvarpið, 3. og 4. gr.     
0

    Húsafriðunarsjóður, 5. gr.     
10,5

    Stofnlánadeild landbúnaðarins, 6. gr.     
0

    Búfjárræktarlög, 7. gr.     
34,8

    Jarðræktarlög, 8. gr.     
42,9

    Mat á búvörum, 9.–10. gr.     
0

    Fiskveiðasjóður, 11. gr.     
0

    Kirkjubyggingasjóður, 17. gr.     
0

    Framkvæmdasjóður fatlaðra, stofnkostnaður, 22.–23. gr.     
257,0

    Framkvæmdasjóður fatlaðra, rekstur, 22.–23. gr.     
133,0

    Bjargráðasjóður, 24. gr.     
0

    Framkvæmdasjóður aldraðra, stofnkostnaður, 46. gr.     
160,0

    Framkvæmdasjóður aldraðra, rekstur, 46. gr.     
330,0

    Gæsluvistarsjóður, 51. gr.     
0

    Ferðamálaráð, 52.–53. gr. gr.     
68,0

    Hafnabótasjóður, 54. gr.     
45,6

    Flugmál, stofnkostnaður, 55. gr.     
203,0

    Flugmál, rekstur, 55. gr.     
190,0

    Fjáröflun til vegagerðar, 62. gr.     
7.013,0


    

Um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða,


með síðari breytingum.


12.–14. gr.


    Svo sem tekið er fram í athugasemdum með frumvarpinu, er með breytingu þessari stefnt að því að jafna þann mun sem er á innheimtu á veiðieftirlitsgjaldi eftir því hvort skip stunda veiðar samkvæmt aflamarki eða svokölluðu krókaleyfi. Áætlað er að 3 m.kr. innheimtist í veiðieftirlitsgjald til viðbótar við það sem nú er innheimt, þegar innheimta gjaldsins verður að fullu komin til framkvæmda, en á árinu 1996 er gert ráð fyrir að innheimtan aukist aðeins um 2 m.kr.

Um breytingu á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu,


með síðari breytingum.


15. gr.

    Með lagabreytingu þessari er lagt til að Fiskistofu verði gert kleift að vinna sjálf eða bjóða út þau verkefni sem hún hefur til þessa samið um við Fiskifélag Íslands eingöngu, enda er nú mælt svo fyrir í 4. gr. laga nr. 36/1992. Ekki er ljóst hvað kann að sparast með því að afnema einkaleyfi Fiskifélagsins á verktakasamningi við Fiskistofu, en í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að sá sparnaður geti numið 10 m.kr.

Um afnám laga nr. 90/1942, um reikningaskrifstofu sjávarútvegsins.


16. gr.


    Grein þessi tengist næstu grein á undan og leiðir ekki ein sér til sparnaðar.

Um breytingu á lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs


á bótum til þolenda afbrota.


18.–20. gr.


    Lauslega er áætlað að ákvæði laga um bætur til þolenda afbrota mundi hafa í för með sér um 60-80 m.kr. útgjöld fyrir ríkissjóð á næsta ári vegna uppsöfnunar bóta frá 1. janúar 1993 og 30–40 m.kr. árlega þaðan í frá. Breyting á lögunum á þann veg að skilgreining og fjárhæð bóta verði takmörkuð og gildistöku laganna verði frestað um sex mánuði verður til þess að ráðuneytið áætlar að kostnaður við lögin geti numið 20 m.kr. á árinu 1996. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlagafrumvarpinu og verður lagt til að frumvarpið breytist í meðförum þingsins sem þessari fjárhæð nemur. Til lengri tíma litið er talið að framangreind breyting á lögunum dragi úr kostnaði ríkissjóðs sem nemur 10–15 m.kr. árlega.

Um breytingu á lögum nr. 92/1989, um aðskilnað


dómsvalds og umboðsvalds í héraði.


21. gr.

    Gert er ráð fyrir að sýslumannsembættið í Bolungarvík verði sameinað sýslumannsembættinu á Ísafirði og að sýslumannsembættið á Ólafsfirði verði sameinað embættinu á Akureyri. Breytingar þessar eiga taka gildi 1. mars 1996. Þetta hefur í för með sér tæplega 28 m.kr. lækkun framlags til þessara tveggja embætta en á móti kemur að gert er ráð fyrir hækkun framlags til embættanna á Ísafirði og Akureyri vegna reksturs lögreglu í Bolungarvík og á Ólafsfirði. Heildarsparnaður á næsta ári er því áætlaður 14,4 m.kr., þar af 7,4 m.kr. á Ólafsfirði og 7 m.kr. á Bolungarvík. Á næsta ári er áætlað fyrir kostnaði af fullum rekstri fram til 1. mars og vegna biðlauna o.fl. Á árinu 1997 fellur sá kostnaður alveg niður og lækkar framlag því um tæplega 12 m.kr. til viðbótar. Sá sparnaður skiptist u.þ.b. til helminga milli embættanna.

Um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, og á lögum nr. 12/1952,


um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila,


með síðari breytingum.


22.–23. gr.


    Ákvæði 22. gr. gerir ráð fyrir að 40% af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra renni til tiltekinna rekstrarverkefna. Heildarráðstöfunarfé samsvarar tekjum frá Erfðafjársjóði og er áætlað að muni nema 390 m.kr. Þar af er gert ráð fyrir að 257 m.kr. fari til stofnkostnaðar og viðhalds en 133 m.kr. verði varið til rekstrar á stofnunum fatlaðra sem er svipuð fjárhæð og í fjárlögum 1995. Heimildin er því ekki notuð að fullu. Mismunurinn liggur að mestu leyti í því að 20 m.kr. er varið til byggingar sambýla fyrir geðfatlaða og er framlag til stofnkostnaðar og viðhalds hærra sem því nemur og framlag til rekstrar lægra á móti.

Um breytingu á lögum nr. 93/1993, um atvinnuleysistryggingar,


með síðari breytingum.


25.–29. gr.


    Gert er ráð fyrir að breyta fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs þannig að atvinnutryggingagjald standi undir útgjöldum sjóðsins. Sérstakt frumvarp um breytingu á lögum um tryggingagjald verður lagt fram í því skyni. Nauðsynlegt er því að fella niður þau ákvæði í lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð þar sem kveðið er á um bein framlög ríkissjóðs og er það gert í 25.–27. gr. Þá er gert ráð fyrir í 28. gr. að sjálfvirkri tengingu bóta við ákveðinn launataxta verði hætt og þess í stað verði breytingar á bótafjárhæðum ákveðnar í fjárlögum. Gert er ráð fyrir að bótafjárhæðir hækki um 5,4% þann 1. janúar 1996 og nemi 2.433 kr. á dag.
     Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir að til átaksverkefna renni 400 m.kr. og er leitað heimildar til þess í 29. gr. Ef sú spá gengur ekki eftir rennur mismunurinn til greiðslu atvinnuleysisbóta. Með öðrum orðum, hér er ekki um kostnaðarauka að ræða, heldur er verið að draga úr greiðslu atvinnuleysisbóta, krónu fyrir krónu, og verja fénu í stað þess til atvinnuskapandi verkefna.

Um breytingu á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar,


með síðari breytingu.


30.–36. gr.


    Í 30. til 32. gr. og í 36 gr. eru lagðar til breytingar þannig að fjármagnstekjur skerði bætur almannatrygginga. Erfitt er að áætla hversu mikil áhrif þessi ákvæði hafa til lækkunar á greiðslur lífeyristrygginga frá Tryggingastofnun ríkisins. Í frumvarpi til fjárlaga 1996 var talið að þessi ákvæði skiluðu 285 m.kr. á ári í lægri útgjöldum. Í ljósi þess að þau verða ekki virk fyrr en 1. september 1996 má ætla út frá sömu forsendum að lækkun útgjalda á því ári nemi um 90 m.kr.
    Samkvæmt 31. gr. er heimilt að áætla mönnum tekjur til frádráttar greiðslu tekjutryggingar, sinni þeir ekki lagaskyldu um greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóðs. Þetta ákvæði mun hafa lítil áhrif til lækkunar á greiðslu tekjutryggingar fyrstu árin eftir gildistöku þess.
    Í 34. gr. frumvarpsins er felld niður næstsíðasta málsgrein 38. gr. almannatryggingalaga þannig að endurgreiðslu sjúkradagpeninga til atvinnurekenda verði hætt. Áformað er að útgjöld sjúkratryggingadeildar lækki um 50 m.kr. vegna þessa.
    Í 35. gr. er sjálfvirk tenging bóta almannatrygginga við laun felld brott og er ráðgert að bæturnar hækki framvegis í samræmi við ákvörðun í fjárlögum Gert er ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir ásamt tekjutryggingu hækki um 3,5% 1. janúar 1996.

Um breytingu á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun aldraðra.
37.–39. gr.

    Hér er verið að fella úr gildi kvöð á Atvinnuleysistryggingasjóði að greiða framlag til Eftirlaunasjóðs aldraðra, en í stað þess greiðist kostnaðurinn beint úr ríkissjóði. Kostnaðarbreyting er því í raun engin.

Um breytingu á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, með síðari breytingu.
40.–44. gr.

    Í 41. gr. eru mæðra- og feðralaun með fyrsta barni felld niður og fjárhæð fyrir annað og þriðja barn lækkuð um sömu krónutölu, eða 1.048 kr. á hvert barn. Áformað er að lækka útgjöld um 125 m.kr. með þessari aðgerð.
    Í 42.–44. gr. eru ákvæði um ekkjulífeyri felld niður og til mótvægis er veitt heimild til að greiða dánarbætur í lengri tíma en samkvæmt gildandi lögum. Í 44. gr. er ákvæði þess efnis að konur, sem fá greiddan ekkjulífeyri við árslok 1995, haldi honum til 67 ára aldurs. Í heild telur heilbrigðisráðuneytið að þessar aðgerðir spari 5 m.kr.

Um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu,


með síðari breytingum.


47.–48. gr.


    Hér er verið að leggja til að skipan stjórna heilsugæslustöðva og ákveðinna sjúkrahúsa verði breytt. Breytingin hefur ekki bein kostnaðaráhrif.

49. gr.

    Hér er verið að framlengja ákvæði um starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Breytingin hefur ekki bein kostnaðaráhrif.

50. gr.

    Með ákvæði þessu er lagt til að skipan bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur verði framlengd. Breytingin hefur ekki bein kostnaðaráhrif.

Um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun
og fjáröflun vegna framkvæmda í flugmálum, með síðari breytingum.

55. gr.

    Markaðir tekjustofnar flugmálaáætlunar, þ.e. flugvallagjald og eldsneytisgjald, eru taldir skila alls 393 m.kr. á árinu 1996. Lagt er til að 190 m.kr. af því verði varið til rekstrar flugvalla. Í fjárlögum 1995 var 40 m.kr. af tekjustofnunum varið til rekstrar.

Um breytingu á lögum nr. 97/1974, um eftirlit með ráðningu starfsmanna
og húsnæðismálum ríkisstofnana.

61. gr.

    Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs árið 1996, en lagagreinin eykur sveigjanleika í ríkisrekstrinum og gefur möguleika á hagræðingu síðar.

Um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar,


með síðari breytingum.


62. gr.

    Gert er ráð fyrir að af mörkuðum tekjustofnum til vegamála renni 637 m.kr. í ríkissjóð á árinu 1996. Samkvæmt fjárlögum 1995 runnu 275 m.kr. í ríkissjóð af sömu tekjustofnum.

    Eftirfarandi tafla dregur saman þann útgjaldasparnað frá fjárlögum 1995 sem áformað er að muni hljótast af frumvarpi þessu, nái það óbreytt fram að ganga. Samtals er sparnaðurinn áætlaður 922 m.kr. á árinu 1996 miðað við fjárlög 1995 og 213 m.kr. til viðbótar á árinu 1997 og eftirleiðis.

    

Áætlaður

Áætlaður


    

sparnaður

viðbótar-


    

1996

sparnaður


    

m.kr.

1997


    

m.kr.



Stjórn fiskveiða, 12.–14. gr..     
2
1
Fiskistofa, 15.–16. gr.     
10
-
Þolendur afbrota, 18.–20. gr.     
40
-
Sýslumannsembætti, 21. gr.     
14
12
Lífeyristryggingar, 30.–32. gr.     
85
200
Endurgreiðsla sjúkradagpeninga, 34. gr.     
50
-
Mæðra- og feðralaun, 41.–42. gr.     
125
-
Ekkjulífeyrir/dánarbætur, 43.–44. gr.     
5
-
Framkvæmdasjóður aldraðra, 45.–46. gr.     
79
-
Flugmál, stofnkostnaður, 55. gr.     
150
-
Ráðning starfsmanna og húsnæðismál, 61. gr.     
-
-
Fjáröflun til vegagerðar, 62. gr.     
362

Samtals     
922
213