Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 225 . mál.


444. Breytingartillögur


við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1996.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SJS, JBH, ÁE).


    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, skal framlag ríkissjóðs til sjóðsins vera í samræmi við fjárlög fyrir árið 1996.
    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 5. gr. laga nr. 94/1984, um kvikmyndamál, skal framlag til Kvikmyndasjóðs vera í samræmi við fjárlög fyrir árið 1996.
    Í stað 3. og 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 22. gr. og 2. mgr. 23. gr. útvarpslaga, nr. 68/1985, skulu tekjur á árinu 1996 vegna aðflutningsgjalda af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau renna í ríkissjóð.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. mgr. 46. gr. þjóðminjalaga, nr. 88/1989, skal framlag ríkissjóðs í húsafriðunarsjóð vera í samræmi við fjárlög fyrir árið 1996.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, skal framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins falla niður á árinu 1996.
    Við 11. gr. Greinin falli brott.
    15.–16. gr. falli brott.
    Við 17. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð, skal framlag ríkissjóðs til hans falla niður á árinu 1996.
    18.–20. gr. falli brott.
    Við 23. gr. Greinin falli brott.
    Við 24. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði c-liðar 5. gr. laga nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, skal framlag ríkissjóðs til hans falla niður á árinu 1996.
    Við 28. gr. Greinin falli brott.
    Eftirtaldar greinar falli brott: 30., 32. og 36. gr.
    Við 31. gr. Greinin falli brott.
    Eftirtaldar greinar falli brott: 33. og 34. gr.
    Við 35. gr. Greinin falli brott.
    40.–44. gr. falli brott.
    Við 45. gr. Greinin falli brott.
    Við 46. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 12. gr. laga nr. 82/1989, um málefni aldraðra, skal heimilt að veita rekstrarfé til stofnana fyrir aldraða í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1996.
    47.–50. gr. falli brott.
    Í stað 52. og 53. gr. laganna komi ný grein er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 8. og 21. gr. laga nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, skal framlag ríkissjóðs til Ferðamálasjóðs og til sérstakra verkefna Ferðamálaráðs samkvæmt fyrrnefndum lögum vera í samræmi við fjárlög fyrir árið 1996.
    Við 54. gr. Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. tölul. 1. mgr 31. gr. hafnalaga, nr. 23/1994, skal framlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs vera í samræmi við fjárlög fyrir árið 1996.
    Við 55. gr. Greinin falli brott.
    56.–58. gr. falli brott.
    Eftirtaldar greinar falli brott: 59.–60. gr.
    Við 61. gr. Greinin falli brott.