Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 299 . mál.


538. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattlagningu happdrættisreksturs.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hvernig er háttað skattlagningu á rekstur hvers konar happdrættis hér á landi, þar með talinn rekstur spilakassa?
    Hvernig er staðið að slíkri skattlagningu annars staðar á Norðurlöndum?
    Eru sambærileg skattaákvæði í gildi um svokallað Víkingalottó í löndum sem standa að því happdrætti? Ef ekki, hver er mismunurinn?
    Hefur ráðherra í hyggju að beita sér fyrir breytingu á skattareglum um starfsemi happdrættis? Ef svo er, í hvaða veru?