Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 306 . mál.


647. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar um fjárveitingar til sýsluvega.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu háar hafa fjárveitingar til sýsluvega, eða sambærilegs hluta vegakerfisins nú, verið á ári hverju frá því að ríkið yfirtók hlut sveitarfélaganna í kjölfar breyttrar verkaskiptingar?
    Hve miklu munar á fjárveitingum á hverju ári og í heild borið saman við upphæðina sem lögð var til grundvallar verkaskiptingunni á sínum tíma?
    Óskað er eftir að allar tölur séu uppfærðar til núgildandi verðlags.


    1. Frá og með árinu 1990 féllu heimaframlög til sýsluvega niður og eru þeir síðan eingöngu fjármagnaðir með ríkisframlagi. Framlagið skiptist eftir árum sem hér segir:

Sýsluvegir,


Á verðlagi ársins 1995:

Millj. kr.

km




1990          
190
3.124
1991          
205
3.172
1992          
175
3.135
1993          
168
3.129
1994          
179
3.264
1995          
186
2.350 *
Meðaltal 1990–95     
184


*Safnvegir, samkvæmt nýjum vegalögum.

    2. Ekki eru handbærar upplýsingar um þá upphæð sem lögð var til grundvallar verkaskiptingunni á sínum tíma. Til að gefa mynd af fjárhag sýsluvega fyrir breytinguna verða í staðinn tilgreind framlög til þeirra árin 1981–89, bæði heimaframlag og ríkisframlag.

Á verðlagi ársins 1995 (í millj. kr.):

Heimaframlag

Ríkisframlag

Samtals

Sýsluvegir



1981          

112

183

295

3.311


1982          

101

174

275

3.285


1983          

66

135

201

3.343


1984          

78

157

235

3.324


1985          

75

148

223

3.324


1986          

86

165

251

3.346


1987          

104

155

259

3.166


1988          

92

229

321

3.104


1989          

83

189

272

3.128


Meðaltal 1981–89     

89

171

259

3.259



    Við samanburð þessara tveggja tímabila sést að ríkisframlag eftir breytinguna 1990 mætir heimaframlaginu sem áður var í gildi einungis að litlu leyti. Samkvæmt tölunum hefur að meðaltali vantað 75 millj. kr. á ári til að sýsluvegir byggju við jafngóðan hag árin 1990–95 og 1981–89.
    Með nýjum vegalögum, sem samþykkt voru á Alþingi í apríl 1994, varð veruleg breyting á flokkun vega og tók sú breyting gildi við afgreiðslu vegáætlunar 1995–98 í febrúar 1995. Þeir vegir, sem töldust til sýsluvega, fóru flestir í flokk safnvega en þó ekki allir. Í ársbyrjun 1992 töldust sýsluvegir alls 3.134 km að lengd. Safnvegir voru hins vegar taldir um 2.350 km í ársbyrjun 1995. Hér munar miklu og hefur það áhrif á framangreindan samanburð þegar litið er til ársins 1995 og næstu ára. Flestir sýsluvega, sem ekki fóru í flokk safnvega, teljast til svokallaðra styrkvega, þ.e. almennra vega, sem heimilt er að veita fé til í vegáætlun.