Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 379 . mál.


669. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kennara og leiðbeinendur í grunn- og framhaldsskólum.

Frá Bryndísi Guðmundsdóttur.



    Hvert er hlutfallið milli grunnskólakennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum landsins miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar?
    Hvert er hlutfallið milli framhaldsskólakennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum landsins miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar?
    Hve margir leiðbeinendur á hvoru skólastigi fyrir sig starfa við stundakennslu?
    Hve hátt hlutfall af sérkennslu á grunnskólastigi er í höndum sérkennara, sundurliðað eftir fræðsluumdæmum?
    Er í einhverjum tilvikum um það að ræða að leiðbeinendur stundi sérkennslu? Ef svo er, hve hátt hlutfall sérkennslunnar í hverju fræðsluumdæmi hafa leiðbeinendur með höndum?
    Hvert er lægsta hlutfall leiðbeinenda annars vegar í grunnskóla og hins vegar í framhaldsskóla?


Skriflegt svar óskast.