Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 440 . mál.


772. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um skála á miðhálendi Íslands.

Frá Kristínu Halldórsdóttur.



    Hversu margir skálar eru á miðhálendi Íslands og hvernig skiptast þeir í:
         
    
    neyðarskýli,
         
    
    leitarmannakofa,
         
    
    rannsóknarskála,
         
    
    annars konar skála og þá hvers konar?
    Eru þessir skálar allir í nothæfu ástandi og aðgengilegir almenningi eða eru einhverjir þeirra í einkaeign?
    Hafa einhverjir þessara skála varðveislugildi? Ef svo er, hvað verður gert til að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra?
    Hversu margir skálar hafa verið byggðir á síðustu 15 árum, hvar eru þeir, hverjir byggðu þá og hverjir veittu leyfi til byggingar þeirra?
    Er til heildaryfirlit yfir mannvirki á miðhálendi Íslands?


Skriflegt svar óskast.