Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 473 . mál.


809. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um dráttarvexti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hvert er álit ráðherra á fyrirkomulagi dráttarvaxtaútreiknings samkvæmt vaxtalögum og telur hann það samræmast nútímaviðskiptaháttum að Seðlabanki ákveði dráttarvexti?
    Telur ráðherra eðlilegt að dráttarvextir séu 15–16% á ári eins og nú er?
    Telur ráðherra eðlilegt að áfallnir dráttarvextir skuli lagðir við höfuðstól skuldar og nýir dráttarvextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæð ef vanskil standa lengur en tólf mánuði?
    Áformar ráðherra að leggja til breytingar á vaxtalögum og fyrirkomulagi dráttarvaxta?