Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 323 . mál.


844. Nefndarálitum frv. til l. um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá menntamálaráðuneyti Þórunni Hafstein skrifstofustjóra og Hrólf Kjartansson deildarstjóra, frá fjármálaráðuneyti Leif Eysteinsson deildarstjóra, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Þórð Skúlason, frá Kennarasambandi Íslands Eirík Jónsson og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og frá Hinu íslenska kennarafélagi Elnu Katrínu Jónsdóttur og Birgi Björn Sigurjónsson.
    Frumvarpið er flutt vegna ákvæðis 57. gr. grunnskólalaga sem samþykkt voru á 118. löggjafarþingi, en þar er kveðið á um að Alþingi skuli fyrir 1. ágúst 1996 samþykkja lög um ráðningarréttindi kennara og skólastjórnenda við grunnskóla sem tryggi þeim efnislega óbreytt ráðningarkjör hjá nýjum vinnuveitanda. Tryggir frumvarpið kennurum og skólastjórnendum grunnskóla sama rétt og samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, auk þess sem áfram eru tryggð réttindi sem kennarar og skólastjórnendur njóta samkvæmt reglugerðum nr. 410/1989 og 411/1989. Fór undirbúningur að gerð frumvarpsins fram í samvinnu við sveitarfélög og kennara.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Ólafur Örn Haraldsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Svanfríður Jónasdóttir, fulltrúi Þjóðvaka, sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk því sem fram kemur í álitinu.

Alþingi, 18. apríl 1996.Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Tómas Ingi Olrich.


form., frsm.Sigríður Jóhannesdóttir.

Lúðvík Bergvinsson.

Arnbjörg Sveinsdóttir.Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Árni Johnsen.