Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 507 . mál.


904. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um löggæslu í Reykjavík.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hversu margir lögreglumenn eru á vakt í Reykjavík:
         
    
    á dagvakt,
         
    
    á næturvakt,
         
    
    á dagvakt um helgar,
         
    
    á næturvakt um helgar?
    Hvernig skiptast störf þeirra, þ.e. í stjórnunarstörf og almenn löggæslustörf, í hverri deild?
    Hversu margar lögreglubifreiðar eru í notkun á framangreindum vöktum?
    Hver hefur verið meðalfjöldi útkalla á framangreindum vöktum sl. þrjú ár?
    Hversu langur tími líður frá útkalli (vegna annars en umferðaróhappa) þar til lögregla er komin á vettvang?
    Hvernig hefur tæknibúnaður lögreglu þróast undanfarin ár, þ.e.:
         
    
    bifreiðar,
         
    
    tækjakostur við skýrslugerð,
         
    
    tækjakostur við löggæslustörf?
    Er tækjakostur lögreglu sambærilegur við það sem tíðkast í öðrum Evrópuríkjum?