Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 441 . mál.


953. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55 30. mars 1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Við 1. gr. Við b-lið bætist ný skilgreining, svohljóðandi:
                   Leyndarkóðun og stafræn undirskrift: Leyndarkóðun á rammaskeyti kemur í veg fyrir að annar en viðtakandi, sem hefur til þess réttan lykil, geti lesið innihald skeytisins. Með stafrænni undirskrift er tryggt að rammaskeyti hafi borist frá tilgreindum sendanda og innihaldi þess hafi ekki verið breytt.
    Við 6. gr.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Rekstraraðilar frísvæðis og almennra tollvörugeymslna, sem og umboðsaðilar, bera þó eigi ábyrgð ef þeir hafa sent rammaskeyti eða aðflutningsskýrslu sem byggist á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum frá innflytjanda eða viðtakanda vörunnar, nema hlutaðeigandi rekstrar- eða umboðsaðilar hafi vitað eða mátt vita að upplýsingarnar væru rangar eða ófullnægjandi.
         
    
    10. mgr. falli brott.
         
    
    Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Ríkistollstjóri getur ákveðið að taka upp leyndarkóðun og stafræna undirskrift í því skyni að vernda upplýsingar í rammaskeyti og staðfesta uppruna þeirra.
    Við 8. gr. Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Sá aðili, sem sent hefur rammaskeyti eða aðflutningsskýrslu fyrir hönd innflytjanda, ber ekki ábyrgð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum, nema hann hafi vitað eða mátt vita að upplýsingar innflytjanda væru rangar eða ófullnægjandi.
    Við 12. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Tollyfirvöldum er skylt að veita almennar upplýsingar og leiðbeiningar um tollflokkun vöru, ákvörðun tollverðs, gjaldtöku, útfyllingu á aðflutningsskýrslum, kæruleiðir og hvaðeina sem lýtur að tollafgreiðslu, sbr. þó 141. gr.
    Við 17. gr.
         
    
    4. mgr. b-liðar (32. gr.) orðist svo:
                            Ríkistollstjóri getur falið tollvörðum við embætti sitt að annast eftirlits- og rannsóknarstörf hvar sem er á landinu og er tollstjórum skylt að veita nauðsynlega aðstoð við framkvæmd starfanna. Hann getur á sama hátt falið öðrum starfsmönnum störf á sínu starfssviði hvar sem er á landinu.
         
    
    Eftirfarandi breytingar verði á c-lið (33. gr.):
                   
    3. málsl. falli brott.Prentað upp.
                   
    Við bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                                 Við embætti ríkistollstjóra skal vera tollskóli er veiti tollstarfsmönnum fræðslu í tollamálum. Gera má það að skilyrði fyrir ráðningu í fasta stöðu að viðkomandi hafi lokið prófi frá skólanum. Ráðherra setur nánari reglur um nám við skólann.
                                 Ráðherra er heimilt að ákveða að innheimt skuli gjald vegna kostnaðar sem hlýst af námskeiðshaldi við skólann fyrir aðra en tollstarfsmenn.
         
    
    Við 1. mgr. e-liðar (35. gr.) bætist: enda séu skilyrði 98. og 99. gr. uppfyllt ef um hækkun gjalda er að ræða.
         
    
    2. mgr. f-liðar (36. gr.) orðist svo:
                            Ráðherra skipar tollstjórann í Reykjavík og skal hann fullnægja sömu almennu hæfisskilyrðum og héraðsdómarar til skipunar í embætti, sbr. lög nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
         
    
    4. mgr. f-liðar (36. gr.) orðist svo:
                            Tollstjórar ráða tollverði og aðra tollstarfsmenn og skipta með þeim störfum og starfa þeir í umboði og á ábyrgð viðkomandi tollyfirvalds.
         
    
    Við 2. mgr. h-liðar (38. gr.) bætist nýr málsliður er orðist svo: Við skipun í nefndina skal þess gætt að nefndarmenn séu óháðir tollyfirvöldum og hagsmunaaðilum.
    Á eftir 24. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  1. mgr. 79. gr. laganna orðast svo:
                  Fjármálaráðherra er heimilt að reka eða leyfa rekstur verslana með tollfrjálsar vörur, þar á meðal áfengi og tóbak, í flugstöðvum á Reykjavíkurflugvelli, Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Ísafjarðarflugvelli í tengslum við farþegaflug milli landa. Heimild þessi gildir einnig um sams konar rekstur í Reykjavíkurhöfn, Ísafjarðarhöfn, Akureyrarhöfn, Seyðisfjarðarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Birgðir slíkra verslana má geyma í tollfrjálsum birgðageymslum sem eingöngu eru ætlaðar til þeirra nota.
    Við 25. gr. (er verði 26. gr.). 3. málsl. 3. mgr. c-liðar (99. gr.) orðist svo: Tilkynningu um að til endurákvörðunar geti komið skal tollstjóri senda eigi síðar en 45 dögum frá því að afhending vöru var heimiluð.
    Við 26. gr. (er verði 27. gr.).
         
    
    Efnismálsgrein a-liðar orðist svo:
                            Innflytjandi getur skotið endurákvörðun ríkistollstjóra skv. 35. gr., úrskurði tollstjóra skv. 100. gr. og ákvörðun tollstjóra skv. 142. gr. til ríkistollanefndar innan 60 daga, talið frá póstlagningu úrskurðar eða ákvörðunar.
         
    
    Efnismálsgrein b-liðar orðist svo:
                            Ríkistollstjóri getur skotið úrskurði tollstjóra skv. 100. gr. og ákvörðun tollstjóra skv. 142. gr. til ríkistollanefndar innan sama frests og greindur er í 1. mgr.
    Við 30. gr. (er verði 31. gr.). Greinin orðist svo:
                  107. gr. laganna orðast svo:
                  Póst- og símamálastofnun annast innheimtu aðflutningsgjalda af póstsendingum sem hún sér um flutning á og afhendingu á þeim undir eftirliti tollstjóra samkvæmt nánari reglum sem fjármálaráðherra setur.
                  Tollstjóri getur heimilað aðilum, sem annast vörslu ótollafgreiddra vara samkvæmt VII., VIII. og IX. kafla laga þessara, að veita greiðslu aðflutningsgjalda viðtöku og standa ríkissjóði skil á þeim. Binda má leyfi því skilyrði að leyfishafi setji ríkissjóði tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda og annarra gjalda sem leiða kann af tollmeðferð vöru hjá leyfishafa.
                  Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessarar greinar.
    Við 37. gr. (er verði 38. gr.). Í stað a- og b-liða komi nýr stafliður, svohljóðandi: 1. og 2. mgr. orðast svo:
                  Hver sem af ásetningi, stórfelldu gáleysi eða ítrekað veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti farms eða vöru eða leggur ekki fram til tollmeðferðar gögn sem lög þessi taka til skal sæta sektum sem nema skulu að lágmarki tvöfaldri en að hámarki tífaldri þeirri fjárhæð sem undan var dregin af aðflutningsgjöldum.
                  Hafi brot skv. 1. mgr. verið framið með þeim ásetningi að svíkja undan eða fá ívilnun á aðflutningsgjöldum skal það, auk sekta, varða varðhaldi eða fangelsi ef miklar sakir eru eða brot er ítrekað.
    Við 39. gr. (er verði 40. gr.) Í stað fjárhæðarinnar „150.000 kr.“ í c-lið komi: 75.000 kr.