Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 249 . mál.


1004. Breytingartillögur



við frv. til l. um umgengni um nytjastofna sjávar.

Frá Sighvati Björgvinssyni.



    Við 3. gr.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Skipstjóri skal ákveða við löndun hvað af afla skips skal telja af kvóta þess og er útgerðinni frjálst að ráðstafa þeim afla.
         
    
    Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Allur afli skips annar en sá sem fellur undir 2. mgr. telst eign rannsóknastofnana sjávarútvegsins og Landhelgissjóðs samkvæmt reglum sem ráðherra setur. Útgerðin skal sjá um að selja aflann og greiða rannsóknastofnunum og Landhelgissjóði söluverðmætið að frádregnu gjaldi fyrir kostnaði við flutning í land, geymslu og löndun aflans.
                            Gjald skv. 3. mgr. skal vera lægst 5% og hæst 15% af vergu söluandvirði aflans. Það skal ákveðið í reglugerð með hliðsjón af tegund afla, veiðum og framboði slíks afla og renna til útgerðar skips. Það kemur til hlutaskipta eins og annað aflaverðmæti.
    Við 9. gr. 4. málsl. 1. mgr. orðist svo: Afla útgerðar og rannsóknastofnana skal halda aðgreindum og vega sérstaklega.