Ferill 471. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 9/120.

Þskj. 1040 —  471. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu Evrópusamnings um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna og samnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd Evrópusamning um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna sem gerður var í Lúxemborg 20. maí 1980 og samning um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa sem gerður var í Haag 25. október 1980.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1996.