Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 407 . mál.


1048. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, sbr. lög nr. 12/1994, nr. 58/1995 og nr. 150/1995.

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Inga Val Jóhannesson, deildarstjóra í félagsmálaráðuneyti, og Gísla Gíslason frá Húsnæðisstofnun.
    Í frumvarpinu er lagt til að húsnæðismálastjórn verði heimilt að verða við umsókn sveitarstjórnar um að breyta félagslegri eignaríbúð í félagslega kaupleiguíbúð, enda sé fullreynt að íbúðin sé óseljanleg. Nefndin telur hins vegar rétt að miða einnig við að unnt verði að breyta framangreindum íbúðum í almennar kaupleiguíbúðir.
    Þá er í frumvarpinu lagt til að víkja megi frá tekjumörkum einstaklinga ef sveitarfélag sýnir fram á að það sé eina færa leiðin til þess að íbúð verði úthlutað. Ákvæðið nær bæði til félagslegra eignaríbúða og félagslegra kaupleiguíbúða. Loks er lagt til að í neyðartilvikum verði húsnæðismálastjórn heimilt að fresta afborgun af láni Byggingarsjóðs verkamanna í ákveðinn tíma. Þessi heimild á við þegar sveitarstjórn hefur keypt inn félagslega íbúð sem ekki er unnt að nýta árið um kring vegna hættu á snjóflóðum.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Í stað orðanna „félagslega kaupleiguíbúð“ í fyrri málslið a-liðar (92. gr. a) 1. gr. komi: félagslega eða almenna kaupleiguíbúð.

Alþingi, 22. maí 1996.Kristín Ástgeirsdóttir,

Siv Friðleifsdóttir.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.Magnús Stefánsson.

Arnbjörg Sveinsdóttir.

Kristján Pálsson.Rannveig Guðmundsdóttir.

Pétur H. Blöndal.

Bryndís Hlöðversdóttir.