Ferill 536. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 536 . mál.


1142. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á byggingarlögum, nr. 54/1978, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu.
    Í frumvarpinu er lagt til að bætt verði við byggingarlögin ákvæði til bráðabirgða þar sem einstaklingum, sem lokið hafa námi á rafsviði og störfuðu við raflagnahönnun 1. janúar 1996 eða höfðu á síðustu þremur árum fengið samþykktar raflagnateikningar, verður veittur réttur á fullu eða takmörkuðu starfsleyfi sem raflagnahönnuðir. Þurfa þeir að sækja um slíkt leyfi til umhverfisráðherra fyrir 1. janúar 1997.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ásta R. Jóhannesdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk því sem fram kemur í álitinu.

Alþingi, 31. maí 1996.



Ólafur Örn Haraldsson,

Gísli S. Einarsson.

Árni M. Mathiesen.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Ísólfur Gylfi Pálmason.

Hjörleifur Guttormsson.



Katrín Fjeldsted.

Kristín Halldórsdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.