Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


120. löggjafarþing 1995–1996.
Nr. 19/120.

Þskj. 1173 —  89. mál.


Þingsályktun

um notkun steinsteypu til slitlagsgerðar.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta kanna möguleika á aukinni notkun steinsteypu til slitlagsgerðar á vegum þar sem álagsumferð er mikil og við flugvallagerð. Könnunin nái til nýlagningar og endurnýjunar slitlags og verði lokið á árinu 1997.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.