Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 10:43:34 (2863)

1997-01-30 10:43:34# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[10:43]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Enn sýnist mér vera einhver misskilningur uppi á skilningi hv. þm. á frv. Frv. felur það í sér að aflahlutdeildin og greiðslumarkið verða ekki veðsett og veðsetningin tekur ekki til þeirra verðmæta. En það er hægt að taka veð í skipi og það er hægt að taka veð í lögbýli. Lánveitandinn er hins vegar tryggður með því að þessi réttindi er ekki hægt að selja frá veðandlaginu nema með hans samþykki. Þar með er tryggt að lögbýlið hefur það aflahæfi og þá möguleika til verðmætasköpunar sem er nauðsynlegt til að standa í skilum við lánin og skipið getur aflað þeirra verðmæta sem nauðsynleg eru til að standa í skilum við lánin. Þetta eru þær reglur sem frv. gerir ráð fyrir Það er mjög skýrt og mjög einfalt og tryggir þau markmið að viðskipti á þessu sviði séu tryggð með sama öryggi og í öðrum þáttum viðskiptalífsins.