Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 16:32:00 (3014)

1997-02-03 16:32:00# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[16:32]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tek eftir því að þegar stjórnarandstaðan lýsir áhyggjum af stöðu kjaramála þá bendir hæstv. utanrrh. á að mál séu nú að leysast vegna þess að gerðir hafi verið sérkjarasamningar við nokkrar loðnuverksmiðjur fyrir austan. Þeir samningar sem þar hafa tekist eru taldir upp á 20--25% launahækkun. Af því að ráðherra vill að við lítum sérstaklega til þeirra vil ég spyrja: Er ríkisstjórnin tilbúin til að gera slíkar hækkanir að sinni stefnu varðandi opinbera starfsmenn í fyrsta lagi og í öðru lagi að hvetja VSÍ til hins sama á almenna markaðnum?