Undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 17:01:27 (3021)

1997-02-03 17:01:27# 121. lþ. 60.95 fundur 166#B undirbúningur kjarasamninga og áhrif nýrra vinnumarkaðslaga# (umræður utan dagskrár), RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[17:01]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er undarlegt að hlusta á þessa umræðu og viðbrögð forráðamanna ríkisstjórnarinnar vegna þess að eftir að hafa farið í heimsókn til verkalýðsfélaganna og hlustað á hvað þau hafa að segja, þá mætti halda að þessir menn væru gersamlega úr takt við það sem er að gerast úti á vinnumarkaðnum. Ég ætla bara að nefna það sem ég hef nefnt um viðræðuáætlunina, að hjá þeim hefur komið skýrt fram að ekkert gerðist samkvæmt þessum lögum og ákvæðum um viðræðuáætlanir þar til málin voru komin til sáttasemjara. Á föstudaginn vorum við bæði hjá Dagsbrún og ASÍ og menn hafa þungar áhyggjur. Við þingmenn erum ekki að búa þær áhyggjur til. Við fáum upplýsingar um stöðuna, komum með þær inn á Alþingi til að upplýsa ráðamenn sem virðast fullkomlega úr takt og viðbrögðin sýna það svo sannarlega.