Áfengis- og vímuvarnaráð

Mánudaginn 10. febrúar 1997, kl. 17:17:21 (3253)

1997-02-10 17:17:21# 121. lþ. 65.5 fundur 232. mál: #A áfengis- og vímuvarnaráð# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur

[17:17]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gert ráð fyrir að þetta ráð kosti hátt í 20 millj. kr. umfram það sem hefur verið á fjárlögum þrátt fyrir það að þær fjárhæðir sem eru til ráðstöfunar séu meiri nú en þær hafa áður verið og þá fyrst og fremst vegna þess að það er gjald á áfengi sem þar kemur til. Það er rétt. En hversu margar umsóknir eru í Forvarnasjóðinn í dag og hvað er það sem hæstv. ráðherra áætlar að þetta ráð fái til ráðstöfunar á þessu ári? Því hefur ekki verið svarað hér hver kostnaðurinn verður, hvenær verður þá úthlutað úr sjóðnum til þeirra sem nú þegar hafa sótt um, hversu margir það eru eða um hvaða fjárhæðir er að ræða. Og ég tók ekki eftir því hvort hæstv. ráðherra hefði svarað því hvort hún væri tilbúin til þess að beita sér fyrir því að þjónusta sálfræðinga og félagsráðgjafa væri tekin inn í tryggingakerfið á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Og enn og aftur: Mér þykir það leitt hve þið eigið erfitt með að samhæfa verk ykkar í hæstv. ríkisstjórn.