Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 13:56:51 (3282)

1997-02-11 13:56:51# 121. lþ. 66.3 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:56]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Samkvæmt nefndaráliti meiri hluta iðnn. er komist svo að orði, með leyfi forseta, að meiri hlutinn hafi þann skilning að markmið með lækkun gjaldskrár gangi framar arðgreiðslumarkmiðum. Hér reynir á viðhorfin í þessu efni. Hér er flutt tillaga um að það verði lögfest að lækkun verðs gangi framar arðgreiðslumarkmiðum. Ég tel að í þessari tillögu felist úrslitatilraun til þess að fá menn til að horfa á hlutina eins og þeir eru vegna þess að ef tillagan er felld, þá kemur það upp um strákinn Tuma í þessu máli.