Afgreiðsla frumvarps um Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14:34:49 (3307)

1997-02-11 14:34:49# 121. lþ. 66.96 fundur 183#B afgreiðsla frumvarps um Landsvirkjun# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti ítrekar það sem hann hefur áður sagt að hann er að leggja sitt af mörkum til að staðið verði við þegar gert samkomulag. Hann vonar að hann þurfi ekki að fara út í frekari upprifjanir um út á hvað það samkomulag gekk.

Forseti fer enn á ný fram á að nú verði gengið til umræðna um dagskrármálin og frekari umræða fari síðan fram þegar málið verður tekið til 3. umr. Forseti vill svo aðeins segja það að gefnu tilefni að auðvitað er forsn. ævinlega reiðubúin til að ræða bætt vinnubrögð hér í þinginu. Forsn. er mjög opin fyrir því og hlustar á gagnrýnisraddir sem hér koma fram.