Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 18:23:38 (3333)

1997-02-11 18:23:38# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[18:23]

Frsm. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. sé nú orðinn reiðari en svo að það sé ástæða til þess að standa í miklum orðaskylmingum fram eftir nóttu. Hann veit auðvitað alveg eins vel og ég og við öll hér inni að það er mikill stuðningur við það hjá okkur eins og margoft hefur komið fram og við höfum átt samstarf um það, ég og hv. þm. í gegnum tíðina að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni. Og að setja málin upp eins og hann gerði áðan er fyrir neðan hans virðingu, herra forseti.