Niðurrif húsa

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:10:32 (3400)

1997-02-12 14:10:32# 121. lþ. 68.3 fundur 320. mál: #A niðurrif gamalla húsa# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur

[14:10]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þeirri réttaróvissu sem ég tel vera fyrir hendi þegar byggingarnefnd synjar um niðurrif húsa en síðan kemur í ljós samkvæmt þessum úrskurði umhvrn. að í rauninni eru ekki til nein úrræði til þess að fylgja eftir þessu banni byggingarnefndanna. Ég tel að það sé afar mikilvægt að þarna sé komið inn einhverju lagaákvæði þannig að það sé hægt að fylgja þessu eftir. Það er ljóst að húsfriðunarnefnd hefur ákveðnar skyldur, en það er jafnljóst að fjárskortur húsfriðunarnefndar hefur komið í veg fyrir að t.d. þau hús sem fyrirspyrjandi tók sem dæmi væru friðuð.