Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 14:56:17 (3419)

1997-02-12 14:56:17# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[14:56]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það er farið að syrta í álinn hjá Framsfl. Hv. þm. Stefán Guðmundsson, formaður iðnn., hélt því fram sem málsvörn í gær að þær arðgreiðslur sem á að lögbjóða með þessu frv. væru réttlætanlegar vegna þess að ráðherrar Alþb. hefðu á sínum tíma stuðlað að því fyrstir manna að greiddur væri arður af Landsvirkjun. (Gripið fram í: Það er ekki rétt.) (Gripið fram í: Það er rétt.) (Gripið fram í: Það er rangt.) Hv. þm. hafði ekki einu sinni fyrir því í gær að biðjast afsökunar á þessum staðhæfingum sínum. (Gripið fram í.) Sannleikurinn er sá að ákvarðanirnar um arðgreiðslu áranna 1976 og 1977 voru teknar í tíð minnihlutaríkisstjórnar Alþfl. á seinni hluta árs 1979. (Forseti hringir.) Ég skora á hv. þm. að biðjast afsökunar á ósannindum sínum úr þessum ræðustóli.

Virðulegur forseti. Það er greinilegt að það á að nota arðinn til margs. Til margra hluta, til huggunar. (Forseti hringir.) Það kom hér fram hjá einum áðan, en fyrir (Forseti hringir.) liggur að það muni vera 80 millj. sem á að sáldra út eftir forriti Framsfl. til að hugga ...

(Forseti (StB): Hvað segir þingmaðurinn?)

Ég segi nei.