Staða þjóðkirkjunnar

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 16:02:55 (3438)

1997-02-12 16:02:55# 121. lþ. 69.2 fundur 301. mál: #A staða þjóðkirkjunnar# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[16:02]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir viðbrögð við máli mínu og stuðning við það að breyta 2. mgr. 1. gr. til samræmis við stjórnarskrárákvæði. Við hitt efnið, stóra efnið til umhugsunar og umræðu, ætla ég ekki að bæta neinu. Það er aðeins sú ábending af minni hálfu hvort ekki væri rétt að hafa textann einfaldari að þessu leyti, m.a. í ljósi þeirra ólíku viðhorfa sem fram hafa komið um langa hríð innan kirkjunnar til túlkunar á því sem tengist heilagri þrenningu. Og þá á ég ekki aðeins við hina evangelísku-lútersku en einnig innan hennar.