Vegáætlun 1997 og 1998

Mánudaginn 17. febrúar 1997, kl. 17:18:07 (3551)

1997-02-17 17:18:07# 121. lþ. 71.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997-2000# þál., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur

[17:18]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. spyr hver tilgangur sé með samþykkt vegáætlana þegar þeim er kollvarpað við fjárlagagerð. Ég get bara lýst þeirri skoðun minni að ég tel þetta mjög óheppilegt. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að vinna raunhæfar áætlanir, hvort sem það er vegáætlun eða aðrar, og að sjálfsögðu á að standa við þær. Þetta er bara mín skoðun á þessu máli og ég veit að við erum sammála um það. Og ég ætla í sjálfu sér ekki að fara að svara fyrir það hér og nú, þær breytingar sem hafa verið gerðar við fjárlagagerð, en þetta er skoðun mín á þessum málum.