Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:18:09 (3776)

1997-02-20 12:18:09# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., HjálmJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:18]

Hjálmar Jónsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég óska ekki eftir því sérstaklega fyrir mitt leyti að hæstv. heilbrrh. sitji við þessa umræðu. Hún hefur mörgum erindum að sinna og sinnir þeim harla vel. Ég vil hins vegar að gefnu tilefni vona fyrst spurt er að hæstv. ráðherra heilbrigðismála sé í Norðurl. v. að skoða þar málið.

Að gefnu tilefni vil ég lýsa þessum stuðningi við ráðherrann og hef aldrei lýst vantrausti á þennan hæstv. ráðherra. Hins vegar hef ég gagnrýnt málsmeðferð verkefnisstjórnar sem mætir landsbyggðarsjúkrahúsunum með sparnaðarkröfu í prósentum og milljónum talið. Þau fá eingöngu að velja hvernig þau spara án þess að skerða þjónustuna. Þessu hafa forráðamenn þeirra verið að vinna að árum saman, að ná sparnaði, að ná hagkvæmari rekstri. Síðan á að spara enn um 8--12% og reyndar sums staðar miklu meira án þess að skerða þjónustu. Þeir segja: Við getum þetta ekki, hjálpið okkur til þess, höfum samráð um málið.