Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 16:11:15 (3914)

1997-02-25 16:11:15# 121. lþ. 77.8 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[16:11]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. um þrýstihópa. Alþingi á ekki að láta þrýstihópa taka yfir sitt löggjafarvald. Ég er alveg sammála því þó ég vísi til þess sem fram kom í máli mínu áðan. En það sem hv. þm. var að upplýsa hér var mjög athyglisvert vegna þess að frv. var tekið út úr félmn. af hálfu meiri hlutans með brtt. sem fluttar voru af hálfu meiri hlutans, ef ég man rétt fimm þingmanna eins og þingsköp segja til um. Ég skildi það svo að þessir fimm væru að flytja okkur þessar brtt. Minni hlutinn í félmn. flutti ekki brtt. en minni hlutinn í félmn. var sanngjarn í störfum sínum og tók málið út með meiri hlutanum, enda hafði hann orðið við þeim frestum sem óskað var.

Ég hef skilið það svo, virðulegi forseti, að hv. þm. Pétur Blöndal hafi verið einn af þeim þingmönnum sem flytja brtt. þær sem málið var afgreitt frá félmn. með. Ég óska eftir því að það sé upplýst hvort þetta sé rétt eða rangt.