Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 04. mars 1997, kl. 14:43:11 (4171)

1997-03-04 14:43:11# 121. lþ. 83.5 fundur 381. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (félagsmálanefndir, ráðgjöf, fjárhagsaðstoð o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur

[14:43]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það kom kannski ekki nógu skýrt fram hjá mér, en Gallup spurði einungis bændur. Þetta var sérstakur spurningavagn sem lagður var fyrir bændur og ég keypti þessar tvær spurningar inn í vagninn. Ég geri ráð fyrir því varðandi félagsaðstoðina að ef þetta hefði verið lagt fyrir alla þjóðina, þá væru það talsvert meira en 2% þjóðarinnar sem hefðu notið félagsaðstoðar. Það eru einungis 2% bænda sem hafa sótt eftir eða fengið félagsaðstoð. Þessi 8--9% sem hafa ekki haft efni á því að hafa krakkana sína í skóla eru einungis miðuð við bændastéttina.