Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Þriðjudaginn 04. mars 1997, kl. 15:30:49 (4180)

1997-03-04 15:30:49# 121. lþ. 83.7 fundur 284. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur

[15:30]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru mjög athyglisverð rök vegna þess að fyrst þegar ég kom að þessu máli þá var sérfræðiaðstoðinni skipt þannig að 33% var skipt jafnt á milli þingflokka og þá var það heilaga reglan: Við skulum skipta þessu eins og í nefndinni um sérfræðiaðstoð þingflokka, 33% jafnt og hitt á þingmenn. Núna segir forsrh.: ,,Jú, við höfum sætt okkur við það að þingmenn Sjálfstfl. fái aðeins minna.`` Það er vegna þessa 12,5% sem fer jafnt milli flokkanna. Það á ekki að viðurkenna þau prinsipp sem öll nágrannalöndin viðurkenna og þar að auki er tekið tillit til stjórnarandstöðunnar. Skuggaráðuneytin, þeir sem ekki eru í stjórn, fá meira. Hér eru reglurnar að þróast í þveröfuga átt við það sem alls staðar tíðkast í lýðræðisríkjum undir því yfirskini að Sjálfstfl. sætti sig við að fá aðeins minna á hvern þingmann.