Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 16:55:12 (4436)

1997-03-13 16:55:12# 121. lþ. 90.2 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[16:55]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Meinar hæstv. ráðherra að með orðunum ,,á hverjum tíma`` sé málið útkljáð? Það vísi til þess að þetta eigi við sem sagt 35% eignarhlut eftir aukningu, af svo auknu hlutafé, og þá erum við auðvitað að tala um hinar hærri tölurnar og þá hafa reikningskúnstir hér fyrr í umræðunni ekki átt sér stoð. Þá hefur þetta verið sem sagt sá skilningur sem ég lagði í þetta frá upphafi. Mér fannst hæstv. ráðherra í svörum við hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur eða þeirra orðaskipti gefa tilefni til þess að draga gagnstæða ályktun og það skildi ég ekki. En þá eru líka hér á ferðinni mun hærri tölur hvað varðar upphæðir sem t.d. hinir nýju meðeigendur gætu sett inn í bankana.