Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 13:02:35 (4836)

1997-03-21 13:02:35# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:02]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Satt að segja er svigrúmið ekki mjög mikið innan vökudeildarinnar eins og uppbyggingin er í dag (MF: Innan sjúkrahússins.) og þess vegna er svo mikilvægt að barnaspítali rísi á Landspítalalóðinni því það vantar alla aðstöðu fyrir foreldra langveikra barna. Þangað til býst ég við að við búum við þessi þrengsli sem þarna eru en þó er smávegis svigrúm innan kvennadeildarinnar sem er verið að athuga þessa dagana hvort megi aðeins bæta úr. Ég tel að ég hafi svarað því áðan varðandi rétt foreldra. Hv. þm. á sæti í heilbr.- og trn. getur því fengið greiðari og ákveðnari svör. Ef hv. þm. gerir sér ekki að góðu það sem hér er sagt, er hægt að fara í gegnum þetta í nefndarstarfinu sem vonandi hefst hið allra fyrsta. (MF: Hvar eru reglurnar?)