Tilkynning um dagskrá

Föstudaginn 04. apríl 1997, kl. 10:33:15 (4980)

1997-04-04 10:33:15# 121. lþ. 99.91 fundur 270#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[10:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að kl. 1.30 síðdegis, að loknu matarhléi, fer fram umræða utan dagskrár um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Málshefjandi er Margrét Frímannsdóttir og forsrh., Davíð Oddsson, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða.

Um störf þingsins að öðru leyti í dag vill forseti geta þess að að aflokinni áðurgreindri utandagskrárumræðu, eða um kl. 14.00, er ráðgert að atkvæðagreiðsla fari fram um a.m.k. fyrstu níu dagskrármálin.