Ástandið í Miðausturlöndum

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 15:31:57 (5090)

1997-04-14 15:31:57# 121. lþ. 101.2 fundur 278#B ástandið í Miðausturlöndum# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[15:31]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég beini máli mínu til hæstv. utanrrh. og vil spyrja hann um ástand mála í Miðausturlöndum og framgöngu Ísraelsstjórnar á hernumdu svæðunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ástand þar er nú mjög alvarlegt og viðkvæmt og við liggur að slitni upp úr friðarviðræðum eða samningaferlinu sem kennt er við samningsniðurstöðuna frá Ósló. Það er einkum framkvæmd Ísraelsstjórnar á svonefndri Har Homa-áætlun um íbúðabyggingar í útjaðri Jerúsalem sem er að stofna öllu friðarferlinu í hættu. Ég vil spyrja hæstv. utanrrh. hver afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarar framgöngu Ísraelsstjórnar sé. Hefur brotum Ísraelsstjórnar á Óslóarsamkomulaginu verið mótmælt. og þá hvar eða hvenær og hvernig? Hvað hefur hæstv. ríkisstjórn eða hæstv. utanrrh. aðhafst í þessu máli?