Tónlistarhús

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 15:43:18 (5100)

1997-04-14 15:43:18# 121. lþ. 101.2 fundur 281#B tónlistarhús# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[15:43]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Það er rétt sem hv. fyrirspyrjandi impraði á. Að minni tillögu samþykkti ríkisstjórnin að í fyrsta sinn skyldi ríkisvaldið koma að því að kanna hvort ástæða væri til þess að reisa hér tónlistarhús. Það hefur verið starfandi nefnd að þessu máli undanfarna mánuði og er hún komin á lokastig í sínum störfum þannig að ég held að á næstu vikum muni niðurstaða hennar liggja fyrir, ítarleg skýrsla um málið og röksemdir fyrir því að skynsamlegt sé að ráðast í þessa framkvæmd.