Suðurlandsskógar

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 14:45:42 (5154)

1997-04-15 14:45:42# 121. lþ. 102.3 fundur 524. mál: #A Suðurlandsskógar# frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[14:45]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason) (and\-svar):

Hæstv. forseti. Ég talaði einmitt um þetta atriði sem hv. þm. benti á að sé með öðrum hætti heldur en Héraðsskógaverkefnið sem er í raun mjög þröngt skilgreint sem timburskógrækt fyrir bændur á ákveðnu svæði. Það er miklu víðari skilgreining sem við erum að fjalla um hér, kemur fram með öðrum hætti og að fleiri geta tekið þátt í því. En ég tel líka jafnljóst, eins og mér finnst liggja undir í spurningu hv. þm., að um þetta verður að setja skýrar og almennar leikreglur þannig að það liggur þá trúlega fyrir í reglugerð sem allir hafa þá að gang að og þá síðan með auglýsingu um það hverjir gætu átt aðild að málinu en fyrst og fremst að settar séu skýrar reglur þannig að öllum sé ljóst hver réttur þeirra kann að verða í reglugerð um framkvæmd málsins.