Lánasjóður íslenskra námsmanna

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 18:36:24 (5199)

1997-04-15 18:36:24# 121. lþ. 102.8 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[18:36]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Er það þá rétt skilið hjá mér, hæstv. menntmrh., að sjóðnum beri að fara yfir slíka umsókn og að ef gild rök liggja að baki þá verði slíkt lán veitt? Stundum eru heimildarákvæði alls ekkert notuð. Það er hægt að segja: Það er ekkert fé til eða að það er stefna sjóðsins í ár við ætlum að ekki nota heimildarákvæðið. Ég skil orð hæstv. menntmrh. þannig að hann eigi við að hver einasta umsókn verði skoðuð og ef rök eru fyrir umsögninni þá verði heimildarákvæðið notað og viðbótarlán veitt.