Þjóðminjalög

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 20:35:57 (5209)

1997-04-15 20:35:57# 121. lþ. 102.9 fundur 502. mál: #A þjóðminjalög# (stjórnskipulag o.fl.) frv., KF
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[20:35]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Mig langar að fagna framkomu þessa frv. Þó að það láti ekki mikið yfir sér þá skiptir mjög miklu máli, sérstaklega varðandi friðun gamalla húsa og verndun þeirra, að færa ártalið frá 1900 til 1918 í 4. gr. Það rennir styrkari stoðum undir að hægt sé að varðveita gömul hús og menningarminjar okkar og þess vegna fagna ég framkomu frv.