Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 17:24:23 (5469)

1997-04-18 17:24:23# 121. lþ. 106.8 fundur 530. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[17:24]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti þekkir mætavel þessa grein þingskapa en það sem forseti átti við var það að venjan er sú í andsvörum að gera beinar athugasemdir við ræður þingmanna. Ef forseti hefur tekið rétt eftir andsvarinu, var ekki verið að finna sérstaklega að ræðunni. En menn geta haft sínar skoðanir á því hvort það eigi að nota andsvörin til þess að koma með eitthvert annað innlegg í málið eða að leggja áherslu á að viðkomandi sé sammála ræðumanni. Það er sjálfsagt allt til í því.