Hafnaáætlun 1997--2000

Mánudaginn 21. apríl 1997, kl. 16:14:12 (5534)

1997-04-21 16:14:12# 121. lþ. 108.2 fundur 483. mál: #A hafnaáætlun 1997-2000# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[16:14]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gera athugasemd við þau ummæli hv. þm. Árna Johnsens í ræðu hans sem var að öðru leyti ágæt að hafnirnar væru aðallega mikilvægar á landsbyggðinni. Ég held að allar hafnir séu mikilvægar hver í sínu byggðarlagi, hvort sem það er á landsbyggðinni eða hér á höfuðborgarsvæðinu. Og mig langar til að minnast á það af því það var verið að tala um þann sjávarafla sem færi um þær, að það eru líkar hafnir hér sem fá ekki neinar úthlutanir af hafnaáætlun sem fer heilmikill afli um. T.d. fer 10% af öllum sjávarafla um Reykjavíkurhöfn en menn hafa verið sammála um að það færu ekki fjárveitingar til Reykjavíkurhafnar vegna þess að rekstur hennar stendur vel undir sér. En auðvitað verðum við að athuga að þegar ríkisvaldið er stöðugt að veita höfnunum í nágrenninu fjárframlög þá gæti samkeppnisstaða hafnarinnar kannski skekkst. Við þurfum líka að hafa það í huga þegar ríkisvaldið styður stöðugt þær hafnir sem Reykjavíkurhöfn er e.t.v. að keppa við. Ég vildi aðeins koma með þetta innlegg í kjölfar þessara ummæla hv. þm.