Sjóvarnir

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:57:34 (5617)

1997-04-22 14:57:34# 121. lþ. 109.15 fundur 115. mál: #A sjóvarnir# frv., 580. mál: #A Siglingastofnun Íslands# frv., Frsm. KPál (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:57]

Frsm. (Kristján Pálsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. samgn. um frv. til laga um sjóvarnir. Þetta álit er um frv. sem hv. þm. Sturla Böðvarsson o.fl. fluttu í þinginu og lýtur að því að skipuleggja og koma inn í áætlanir sjóvörnum í kringum landið. Einnig er gert ráð fyrir því í frv. að sérstakar matsnefndir verði skipaðar og jafnframt að gerðar verði sérstakar áætlanir til fjögurra ára sem menn vinni eftir og einnig að ákveðinn hluti kostnaðar lendi á landeigendum.

Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið á sinn fund Hermann Guðjónsson, forstjóra Siglingastofnunar Íslands. Þá hefur nefndin farið yfir umsagnir sem bárust frá Hafnasambandi sveitarfélaga, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vita- og hafnamálastofnun.

Nefndin er sammála frv. með þeim breytingum sem koma fram á nál. Hv. þm. Kristín Halldórsdóttir var áheyrnarfulltrúi og samþykkti álitið en Magnús Stefánsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Þetta frv. leiðir til þess að það verður að breyta lögum um Siglingastofnun Íslands og því mæli ég hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, fyrir hönd samgn.

2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna á samkvæmt frv. að orðast svo, með leyfi forseta:

,,Að annast þátt ríkisins í framkvæmd laga um sjóvarnir og hafa ummsjón með ríkisstyrktum framkvæmdum vegna lendingarbóta.``

Ég mæli með því að þessi tvö mál verði samþykkt, herra forseti, og vísað áfram.