Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 18:45:07 (5714)

1997-04-23 18:45:07# 121. lþ. 111.18 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[18:45]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það veit ég að hv. þm. Pétur Blöndal veit að einhvers staðar verða menn að byrja ef menn ætla einhvern tíma að komast í mark.

Meginástæðan fyrir því að 49% voru valin í þessari fyrstu umferð er sú að það var mat þeirra sem gerst til þekkja að það gæti haft skaðleg áhrif fyrir lánardrottna okkar erlendis og viðskiptakjör okkar gagnvart lánardrottnum okkar erlendis ef stærra skref væri tekið á þessari stundu. Það verðum við líka að hafa í huga, þó menn séu kappsmenn miklir, að það verður stundum að gá að því hverja maður hefur í kringum sig og með hverjum erum við að hlaupa í boðhlaupinu.